Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 14:51
Elvar Geir Magnússon
Juventus reynir að fá Albert en Fiorentina vill ekki selja
Mynd: EPA
Juventus hefur áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Calciomercato segir að Juventus hafi spurst fyrir um Albert en vandamálið fyrir Juve sé að Fiorentina sé ekki tilbúið að selja hann.

Sagt er að meðal þess sem heilli Juventus sé fjölhæfni Alberts sem getur bæði spilað í sóknarlínunni eða fyrir aftan fremsta mann.

Juventus vilji styrkja sóknarleik sinn en þyrfti að koma með tilboð sem Fiorentina gæti ekki hafnað.

Albert hefur skorað fjögur mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir Fiorentina í ítölsku A-deildinni á tímabilinu. Liðið hefur átt erfiðan vetur og er rétt fyrir ofan fallsvæðið. Juventus situr í fimmta sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner