Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 18:09
Brynjar Ingi Erluson
„Kemur mér ekki á óvart að Alonso hafi verið rekinn“
Gareth Bale og Xabi Alonso spiluðu saman eitt tímabil með Real Madrid
Gareth Bale og Xabi Alonso spiluðu saman eitt tímabil með Real Madrid
Mynd: EPA
Gareth Bale, fyrrum samherji Xabi Alonso hjá Real Madrid, segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi verið rekinn frá félaginu.

Alonso og Bale spiluðu saman í eitt ár hjá Real Madrid áður en Alonso fór til Bayern München.

Hann ræddi um viðskilnað Alonso og Real Madrid á TNT Sports en hann sagðist ekki vera hissa á því að Alonso hafi verið látinn taka poka sinn.

„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég skil 100 prósent hvernig Real Madrid fúnkerar og ef úrslitin eru ekki að skila sér og þau þurfa ekki að vera mörg þá ertu látinn fara,“ sagði Bale.

„Hann er ótrúlegur þjálfari og hann unnið til margra verðlauna hjá Bayer Leverkusen, en þegar þú kemur til Real Madrid þarftu að vera stjóri ekki þjálfari. Þú þarft að stjórna þessum egóum í klefanum.“

„Þú þarft að veita þeim fulla athygli. Þú þarft ekki að gera svona margar taktískar breytingar. Í klefanum eru ofurstjörnur sem geta breytt leikjum á augabragði þannig já það er augljóslega hægt að sjá hann sé frábær þjálfari og takískur, en það er samt augljóst að það var ekki að ganga upp,“
sagði Bale.

Alvaro Arbeloa mun stýra Real Madrid út þetta tímabil og mun félagið síðan skoða þjálfaramarkaðinn í sumar. Jürgen Klopp, Thomas Tuchel, Enzo Maresca, Zinedine Zidane og Julian Nagelsmann hafa allir verið orðaðir við stöðuna.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner