Á Sky Sports er fullyrt að Jean-Phillipe Mateta, framherji Crystal Palace, vilji „100% fara frá félaginu".
Frakkinn hefur verið orðaður í burtu síðustu vikur og m.a. verið orðaður við Manchester United, Juventus og Aston Villa.
Sagt er að nokkur félög hafi viljað fá hann síðasta sumar og að hann hafi í kjölfarið hafnað nýjum samningi hjá Palace.
Frakkinn hefur verið orðaður í burtu síðustu vikur og m.a. verið orðaður við Manchester United, Juventus og Aston Villa.
Sagt er að nokkur félög hafi viljað fá hann síðasta sumar og að hann hafi í kjölfarið hafnað nýjum samningi hjá Palace.
Juventus bauð 2 milljónir evra til þess að fá hann á láni frá Palace en því tilboði var hafnað.
Steve Parish, stjórnarformaður Palace, er erfiður við að eiga í samningsviðræðum og ætlar ekki að hleypa Mateta ódýrt í burtu. Samkvæmt því sem Sky Sports segir vill Palace fá um 35 milljónir punda fyrir Mateta sem verður 29 ára í júní. Hann er samningsbundinn Palace út næsta keppnistímabil.
Athugasemdir



