Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir fá bandarískan miðjumann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Grindavík/Njarðvík
Grindavík/Njarðvík, sem vann sér sæti í Bestu deild kvenna síðasta haust, hafa fengið til sín bandaríska miðjumanninn Maci Teater en hún gerir samning út næsta tímabil.

Maci er 22 ára gömul og hóf háskólagöngu sína með North Carolina þar sem hún lék í tvö ár en seinni tvö árin spilaði hún með Vanderbilt-háskólanum þar sem hún útskrifaðist í fyrra.

Grindavík/Njarðvík er að sækja öflugan leiðtoga innan sem utan vallar og var hún meðal annars í fyrirliðateymi Vanderbilt-liðsins sem vann SEC deildina á síðasta ári.

„Maci er tæknilega öflug, fer vel með boltann og er með góða sendingagetu. Hún er grjóthörð í návígjum og sterkur karakter. Hún er akkúrat sú tegund af leikmanni og liðsfélaga sem við vorum að leitast eftir,“ sagði Gylfi Tryggvason, þjálfari Grindavíkur/Njarðvíkur um Maci.

Grindavík/Njarðvík hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar síðasta sumar og tryggði sæti sitt með því að vinna HK 4-1 í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu.


Athugasemdir
banner