Quinten Timber byrjaði óvænt á bekknum þegar Feyenoord tapaði 4-3 gegn Sparta Rotterdam í grannaslag í hollensku deildinni um helgina en Sparta skoraði sigurmarkið í blálokin.
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Man Utd og Arsenal, er stjóri Feyenoord en hann setti Timber á bekkinn þar sem hann taldi að Timber þyrfti að standa sig betur á æfingum. Fabrizio Romano segiir frá því að hann sé á leið til Marseille fyrir um 5 milljónir evra.
Robin van Persie, fyrrum leikmaður Man Utd og Arsenal, er stjóri Feyenoord en hann setti Timber á bekkinn þar sem hann taldi að Timber þyrfti að standa sig betur á æfingum. Fabrizio Romano segiir frá því að hann sé á leið til Marseille fyrir um 5 milljónir evra.
Þessi ummæli fóru mjög illa í Timber sem bað um að fara í viðtöl eftir leikinn en hann lagði upp mark eftir að hafa komið inn á þegar 20 mínútur voru til loka leiksins.
„Ég las um það sem var sagt fyrir leikinn. Þetta er synd að þetta þurfi að enda svona. Þetta hefur gerst nokkrum siinnum að hann verji ekki leikmanninn. Nú var það ég, þetta er kornið sem fyllir mælinn," sagði Timber.
Timber er 24 ára gamall miðjumaður en hann er tvíburabróðir Jurrien Timber, leikmanns Arsenal.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir





