Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði 960. markið á ferlinum í 2-1 sigri Al Nassr á Damac í sádi-arabísku deildinni í kvöld og er nú aðeins fjörutíu mörkum frá því að ná markmiði sínu.
Ronaldo stefnir að því að verða fyrsti fótboltamaðurinn í sögunni til þess að skora 1000 keppnismörk á ferlinum.
Hann gerði seinna mark Al Nassr í sigrinum með skoti úr þröngu færi hægra megin í teignum.
Framherjinn fagnar 41 árs afmæli sínu eftir tvær vikur en hann er ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna. Hann mun fara með Portúgölum á HM í sumar og færist því enn nær því markmiðinu.
Samningur hans við Al Nassr rennnur út á næsta ári og helst hann meiðslalaus mun hann að öllum líkindum ná markmiði sínu áður en samningurinn rennur út.
Hann hefur spilað með Al Nassr frá 2023 en ekki enn unnið deildartitil með félaginu. Það situr nú í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, fjórum stigum frá toppliði Al Hilal eftir sextán leiki.
CRISTIANO RONALDO WITH ONE OF THE CRAZIEST FINISHES YOU'LL EVER SEE
— fan (@NoodleHairCR7) January 21, 2026
960 GOALS FOR THE GOAT CRISTIANO RONALDO ????
pic.twitter.com/IO7f9ftjKD
Athugasemdir

