Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 21. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen til Girona (Staðfest)
Mynd: Girona
Marc Andre ter Stegen hefur skrifað undir samning við Girona en hann kemur á láni út tímabilið frá Barcelona.

Ter Stegen meiddist illa á síðustu leiktíð en hann hefur fallið niður goggunarröðina hjá Barcelona eftir að hann sneri aftur með komu Joan Garcia og Wojciech Szczesny.

Hann gekk til liðs við Barcelona frá Gladbach árið 2014 og var aðalmarkvörður liðsins í átta tímabil og hefur unnið deildina sex sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Girona er í 11. sæti spænsku deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner
banner