Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Þór/KA kynnir fimm nýja leikmenn (Staðfest) - Tvær af þeim efnilegustu keyptar af grönnunum
Kvenaboltinn
Mynd: Þór/KA
Þór/KA hefur tilkynnt fimm nýja leikmenn fyrir komandi átök í Bestu deildinni en þrjár af þeim koma frá nágrönnum þeirra í Tindastóli og þá hefur félagið sótt tvo bandaríska leikmenn.

Tvær af efnilegustu fótboltakonum landsins, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, hafa samið við félagið en þær eru báðar 18 ára gamlar.

Þær hafa spilað lykilhlutverk með Stólunum síðustu ár en Þór/KA náði samkomulagi við Tindastól um vistaskipti þeirra. María Dögg Jóhannesdóttir, sem er fædd árið 2001, kemur einnig til félagsins eftir að hafa runnið út á samningi hjá nágrönnunum. Hún hefur einnig spilað veigamikið hlutverk hjá Stólunum undanfarin ár.

Einnig hefur Þór/KA samið við tvær frá Bandaríkjunum en það eru þær Erin Fleury og Allie Augur. Fleury er sóknarmaður frá Auburn-háskólanum í Texas en Augur er markvörður sem lék síðast með Georgetown-háskólanum í Washtington. Þær hafa báðar skrifað undir en unnið er að því fá dvalar- og keppnisleyfi fyrir leikmennina.

Þór/KA hefur sótt sjö leikmenn fyrir komandi tímabil en Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur heim eftir að hafa spilað með Val síðustu ár og þá kom Halla Bríet Kristjánsdóttir frá Völsungi.


Athugasemdir
banner
banner