Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 12:14
Elvar Geir Magnússon
Vinicius Jr vill framlengja og umboðsmaðurinn er mættur til Madrídar
Vinicius Junior vill vera áfram hjá Real Madrid.
Vinicius Junior vill vera áfram hjá Real Madrid.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vinicius Junior var algjörlega frábær með Real Madrid þegar liðið slátraði Mónakó 6-1 í Meistaradeildinni í gær. Hann skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar.

Framtíð Brassans hefur verið mikið í umræðunni en í viðtölum eftir leikinn sagði hann að hugur sinn væri skýr; hann vill gera nýjan samning við Real Madrid.

Miklar kröfur hjá stærsta félagi heims
Stuðningsmenn Real Madrid hafa baulað á Vinicius í undanförnum leikjum.

„Stuðningsmennirnir gera miklar kröfur á leikmenn og ég verð að vera upp á mitt besta í hverjum einasta leik. Ég hef ekki náð að spila eins og ég vil á þessu tímabili en það kemur alltaf nýr leikur til að sýna sig," sagði Vinicius eftir leikinn í gær.

„Auðvitað hefur það áhrif og gerir mig leiðan þegar það er baulað á mann á eigin heimavelli. Þegar maður spilar fyrir stærsta félag heims eru kröfurnar miklar. Stuðningsmennirnir borga fyrir miðana og eiga rétt á að láta í sér heyra. Ég mun halda áfram að berjast fyrir félagið sem hefur þegar gefið mér svo mikið."

Spænskir fjölmiðlar telja að Vinicius eigi stóran þátt í því að Xabi Alonso hafi verið rekinn. Nú þegar hann er horfinn á braut eru auknar líkur á því að Vinicius framlengi hjá spænska stórliðinu. Það eru átján mánuðir eftir af núgildandi samningi hans.

„Ég vil vera hjá félaginu lengi í viðbót. Það er mikið rætt um samningamál mín en við erum rólegir og yfirvegaðir. Ég treysti forseta félagsins (Florentino Perez) og hann treystir mér. Samband okkar er mjög gott. Við göngum frá málum á réttum tíma. Það liggur ekkert á," sagði Vinicius.

Vinicius er sagður vilja fá laun á pari við Kylian Mbappe og er umboðsmaður hans, Federico Pena, mættur í spænsku höfuðborgina til viðræðna. Pena var í stúkunni þegar Madrídingar slátruðu Mónakó í gær.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Elche 20 5 9 6 27 26 +1 24
9 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
10 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
11 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Sevilla 20 6 3 11 26 32 -6 21
15 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
16 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner
banner