Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   sun 21. febrúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Barcelona á miklu skriði heima fyrir
Það er leikið í spænsku úrvalsdeildinni í dag og fara fjórir leikir fram í deildinni.

Stórlið Barcelona lenti illa í því í Meistaradeildinni í síðustu viku er þeir töpuðu 1-4 fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli. Börsungar eiga heimaleik í dag gegn Cadiz sem er í fallbaráttu. Barcelona hefur unnið sjö leiki í röð í deildinni en er samt sem áður bara í þriðja sætinu.

Klukkan 15:15 mætast Real Sociedad og Alaves og svo klukkan 17:30 mætast Huesca og Granada. Þessir leikir eru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, rétt eins og leikur Barcelona og Cadiz.

Í lokaleik dagsins mætast síðan Athletic Bilbao og Villarreal. Villarreal er í Evrópubaráttu á meðan Bilbao er um miðja deild.

sunnudagur 21. febrúar

13:00 Barcelona - Cadiz (Stöð 2 Sport 2)
15:15 Real Sociedad - Alaves (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Huesca - Granada CF (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Athletic - Villarreal
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
15 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
16 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner