Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 21. febrúar 2024 09:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel mun yfirgefa Bayern í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA

Thomas Tuchel stjóri Bayern Munchen mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu.


Það hefur gengið afar illa að undanförnu hjá þýska risanum en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Leverkusen í deildinni og þá er liðið 1-0 undir í einvíginu gegn Lazio í Meistaradeildinni.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Tuchel og Bayern hafi rætt saman og hafa komist að samkomulagi um að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

Tuchel hefur verið við stjórnvölin hjá Bayern í tæpt ár en hann tók við af Julian Nagelsmann í mars á síðasta ári. Hann vann þýsku deildina á síðustu leiktíð með liðinu.

Xabi Alonso er talinn líklegastur til að taka við af honum en hann er einnig sterklega orðaður við Liverpool.

Bayern Munchen hefur nú staðfest fregnirnar.



Athugasemdir