Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. mars 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja að Ödegaard verði keyptur í sumar
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Martin Ödegaard átti mjög góðan leik fyrir Arsenal gegn West Ham, þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Arsenal gerði frábærlega.

West Ham komst 3-0 yfir í leiknum en Arsenal náði að koma til baka og voru lokatölur 3-3.

Ödegaard, sem var nýlega gerður að fyrirliða norska landsliðsins, átti þátt í öllum mörkum Arsenal í leiknum.

Ödegaard, sem er 22 ára, kom á láni til Arsenal frá Real Madrid seint í félagaskiptaglugganum. Hann byrjaði á því að koma mikið inn sem varamaður en er búinn að vinna sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur staðið sig mjög vel í leikstjórnenda hlutverki á miðjunni.

Staðarmiðillinn football.london segir frá því að stuðningsfólk Arsenal séu mörg hver gríðarlega hrifnir af norska miðjumanninum, þau vilji að hann verði keyptur í sumar.

Hvort Real Madrid sé tilbúið að selja hann, það á eftir að koma í ljós.



Athugasemdir
banner
banner
banner