Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Breiðablik sigraði Val í undanúrslitum
Mynd: Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 Valur
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('19 )
1-1 Fanndís Friðriksdóttir ('63 )
2-1 Andrea Rut Bjarnadóttir ('88 )
Rautt spjald: Ísabella Sara Tryggvadóttir, Valur ('45+2)

Breiðablik og Valur áttust við í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í kvöld og tóku Blikar forystuna snemma leiks á Kópavogsvelli.

Hin reynslumikla Berglind Björg Þorvaldsdóttir var þar á ferðinni á 18. mínútu þar sem hún skoraði gegn sínum fyrrum liðsfélögum. Berglind gerði vel að klára eftir góðan undirbúning frá Samantha Smith og tókst Valskonum ekki að jafna fyrir leikhlé.

Þess í stað var Ísabella Sara Tryggvadóttir rekin af velli með rautt spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, þar sem hún fékk tvö gul spjöld frá Gunnari Frey Róbertssyni dómara á þriggja mínútna kafla. Seinna gula spjaldið fékk hún fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið aukaspyrnu.

Tíu Valskonum tókst að jafna metin í síðari hálfleik þegar Fanndís Friðriksdóttir setti boltann í netið með glæsilegu skoti sem fór í stöngina og inn, en þeim tókst þó ekki að halda í jafnteflið.

Andrea Rut Bjarnadóttir gerði sigurmark Blika á 88. mínútu með lúmsku skoti og tryggði liðinu þannig farmiða í úrslitaleik Lengjubikarsins, þar sem Blikar mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni.

Breiðablik Katherine Devine (m), Agla María Albertsdóttir, Heiðdís Lillýardóttir (31'), Elín Helena Karlsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Karitas Tómasdóttir, Kristín Dís Árnadóttir (46'), Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Samantha Rose Smith (64'), Barbára Sól Gísladóttir (90'), Birta Georgsdóttir (46')
Varamenn Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (46'), Lilja Þórdís Guðjónsdóttir, Kristín Magdalena Barboza, Líf Joostdóttir van Bemmel (46'), Guðrún Þórarinsdóttir (90'), Edith Kristín Kristjánsdóttir (64'), Helga Rut Einarsdóttir (31')

Valur Tinna Brá Magnúsdóttir (m), Elísa Viðarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Ísabella Sara Tryggvadóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir (64'), Kolbrá Una Kristinsdóttir
Varamenn Ágústa María Valtýsdóttir, Nadía Atladóttir (64), Hrafnhildur Salka Pálmadóttir, Sóley Edda Ingadóttir, Glódís María Gunnarsdóttir, Arnfríður Auður Arnarsdóttir, Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
Athugasemdir
banner
banner
banner