Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   lau 21. maí 2022 06:00
Victor Pálsson
Hörður Björgvin yfirgefur CSKA Moskvu í sumar (Staðfest)
Mynd: CSKA

Hörður Björgvin Magnússon mun yfirgefa lið CSKA Moskvu í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.


Þetta staðfesti rússnenska félagið í gær en Hörður hefur spilað með CSKA undanfarin fjögur ár.

CSKA birti Twitter-færslu í gær þar sem félagið þakkaði Herði fyrir vel unnin störf og einnig myndband af íslenska landsliðsmanninum.

Hörður er 29 ára gamall varnarmaður en hann gekk í raðir CSKA frá Bristol City árið 2018.

Þar lék hann alls 75 deildarleiki á fjórum árum en hvað tekur við næst mun koma í ljós á næstu vikum.

Hörður á að baki 38 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tvö mörk.


Athugasemdir
banner