Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand: Dökkt ský yfir Manchester City
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Manchester City varð um helgina Englandsmeistari en Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að það sé dökkt ský yfir City þessa stundina.

Ferdinand kallar eftir því að enska úrvalsdeildin drífi sig í því að dæma í máli City, en félagið var ákært í fyrra fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Ákærurnar eru 115 talsins en City neitar sök og segist hafa klettharðar sannanir til að verja sig.

Málið á að vera tekið fyrir seinna á árinu en Ferdinand ræddi aðeins um það í hlaðvarpi sínu eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

„Arsenal barðist frábærlega gegn mesta yfirburðarliði sem við höfum séð í ensku úrvalsdeildinni," sagði Ferdinand.

„Við verðum að sjá hvað gerist. En það er dökkt ský yfir fótboltanum og Man City út af þessum ákærum. Þeir eru búnir að vinna ensku úrvalsdeildina tvisvar frá því málið kom upp og núna þarf að fara að afgreiða þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner