Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 21. júlí 2022 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki nógu gott í seinni hálfleik. Við fáum á okkur fjögur mörk eftir 2-1 í hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk á tveimur mínútum. Mark úr horni sem er búið að fara yfir sérstaklega að þeir myndu gera á æfingasvæðinu þannig að þetta var bara ekki gott. “ Voru viðbrögð Alfreðs Elíasar Jóhannsonar þjálfara Grindavíkur eftir ótrúlegt 5-4 tap hans manna gegn Aftureldingu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi það duga flestum að skora fjögur mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Grindvíkingar voru þá sjálfum sér verstir með því sem ekki er hægt að kalla öðrum orðum en barnalegum varnarleik.

„Ég hef bara engin orð til þess að lýsa þessu. Ég þarf að skoða minn gang í þessu, Ég er að velja liðið, ég er með skiptingarnar en menn verða samt að líta í eigin barm. Við getum ekki gert svona, við erum í fyrstu deild á Íslandi og erum að spila á móti mjög góðu liði sem kann að halda bolta og erum að verjast vel og breika á þá en síðan kemur svona algjör skita.“

Umdeilt atvik varð undir lok leiks þegar Esteve Pena Albons markvörður Aftureldingar virtist brjóta af sér í teignum að mati Grindvíkinga. Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi þó ekki brot. Hvernig horfði það atvik við Alfreð?

„Helgi dæmdi þennan leik nokkuð vel fyrir utan þetta stóra stóra atriði sem hann klikkar á og það sáu það allir nema hann. Ég spurði hann sérstaklega út í þetta leikinn og hann vildi meina að hann hefði séð þetta öðruvísi sem ég bara fatta ekki.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner