Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 21. júlí 2022 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Sáu það allir nema hann
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki nógu gott í seinni hálfleik. Við fáum á okkur fjögur mörk eftir 2-1 í hálfleik. Við fáum á okkur tvö mörk á tveimur mínútum. Mark úr horni sem er búið að fara yfir sérstaklega að þeir myndu gera á æfingasvæðinu þannig að þetta var bara ekki gott. “ Voru viðbrögð Alfreðs Elíasar Jóhannsonar þjálfara Grindavíkur eftir ótrúlegt 5-4 tap hans manna gegn Aftureldingu í Grindavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  5 Afturelding

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi það duga flestum að skora fjögur mörk til þess að vinna fótboltaleiki. Grindvíkingar voru þá sjálfum sér verstir með því sem ekki er hægt að kalla öðrum orðum en barnalegum varnarleik.

„Ég hef bara engin orð til þess að lýsa þessu. Ég þarf að skoða minn gang í þessu, Ég er að velja liðið, ég er með skiptingarnar en menn verða samt að líta í eigin barm. Við getum ekki gert svona, við erum í fyrstu deild á Íslandi og erum að spila á móti mjög góðu liði sem kann að halda bolta og erum að verjast vel og breika á þá en síðan kemur svona algjör skita.“

Umdeilt atvik varð undir lok leiks þegar Esteve Pena Albons markvörður Aftureldingar virtist brjóta af sér í teignum að mati Grindvíkinga. Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi þó ekki brot. Hvernig horfði það atvik við Alfreð?

„Helgi dæmdi þennan leik nokkuð vel fyrir utan þetta stóra stóra atriði sem hann klikkar á og það sáu það allir nema hann. Ég spurði hann sérstaklega út í þetta leikinn og hann vildi meina að hann hefði séð þetta öðruvísi sem ég bara fatta ekki.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner