
Kári Kristjánsson, leikmaður Þróttar, mun í þessari viku æfa með danska liðinu Hobro. Hobro er í dönsku B-deildinni og hefur verið að kanna íslenska markaðinn. Félagið var fyrr í sumar orðað við Oliver Heiðarsson hjá ÍBV.
Kári, sem verður 21 árs í vikunni, er skapandi miðjumaður sem átti frábært tímabil í fyrra þegar hann skoraði ellefu mörk í 21 deildarleik. Á þessu ári hefur hann skorað fimm mörk í fjórtán leikjum í deild og bikar.
Kári, sem verður 21 árs í vikunni, er skapandi miðjumaður sem átti frábært tímabil í fyrra þegar hann skoraði ellefu mörk í 21 deildarleik. Á þessu ári hefur hann skorað fimm mörk í fjórtán leikjum í deild og bikar.
Hann missti af tveimur leikjum fyrr í sumar vegna veikinda, en er kominn aftur af stað.
Kári, sem er með danskan umboðsmann, mun æfa með Hobro í vikunni og ekki er útilokað að danska félagið reyni að kaupa Þróttarann. Þróttur á útileik gegn Grindavík í 14. umferð Lengjudeildarinnar á föstudag og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er óvíst hvort Kári taki þátt í þeim leik.
ÍA og Valur sýndu Kára áhuga síðasta vetur og í sumar reyndi Östersund í Svíþjóð að kaupa hann en Þróttur hafnaði því tilboði.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 26 | +19 | 39 |
2. Þróttur R. | 19 | 11 | 5 | 3 | 38 - 29 | +9 | 38 |
3. Njarðvík | 19 | 10 | 7 | 2 | 43 - 22 | +21 | 37 |
4. HK | 19 | 10 | 4 | 5 | 37 - 25 | +12 | 34 |
5. ÍR | 19 | 9 | 7 | 3 | 32 - 20 | +12 | 34 |
6. Keflavík | 19 | 9 | 4 | 6 | 45 - 33 | +12 | 31 |
7. Völsungur | 19 | 5 | 4 | 10 | 32 - 47 | -15 | 19 |
8. Grindavík | 19 | 5 | 3 | 11 | 35 - 55 | -20 | 18 |
9. Fylkir | 19 | 4 | 5 | 10 | 29 - 29 | 0 | 17 |
10. Leiknir R. | 19 | 4 | 5 | 10 | 19 - 36 | -17 | 17 |
11. Selfoss | 19 | 5 | 1 | 13 | 21 - 36 | -15 | 16 |
12. Fjölnir | 19 | 3 | 6 | 10 | 29 - 47 | -18 | 15 |
Athugasemdir