Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 21. ágúst 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Puttarnir á Sindra í klessu og honum ráðlagt að hvíla
Ekki mölbrotið en er með sérsaka áverka sem á eftir að fá álit annarra aðila á
Ekki mölbrotið en er með sérsaka áverka sem á eftir að fá álit annarra aðila á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég var vonsvikinn með sjálfan mig að hafa ekki gert betur
Ég var vonsvikinn með sjálfan mig að hafa ekki gert betur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson meiddist í leik FH og HK í gær en gat þó klárað leikinn. Hann meiddist á fingrum og hefur fengið ráðleggingar frá lækni að spila ekki næsta leik liðsins.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 FH

„Puttarnir á mér eru í smá klessu; langatöng og baugfingur á vinstri hendi. Ég fór í myndatöku í gær og ég er með einhverja áverka, ekki mölbrotið en er með sérsaka áverka sem á eftir að fá álit annarra aðila á; FH á eftir að fá lækni til að skoða þetta betur. Ég fór bara á bráðamóttökuna í gær og lét mynda þetta og fékk álit í kjölfarið á því," sagði Sindri.

Dofnaði strax upp
Gerðist þetta í öðru markinu hjá HK?

„Ég held að þetta hafi gerst fyrr í leiknum, en ég dofnaði bara strax upp. Ég kláraði bara leikinn, fannst þetta í sjálfu sér ekki hafa áhrif á mig, þó að það geti vel verið að það hafi gert það. Ég var alveg dofinn og fann þannig lagað ekkert fyrir þessu, held að þetta hafi ekki haft nein áhrif þegar upp var staðið."

Ætlar ekki að útiloka neitt
Eins og staðan er í dag, sérðu fram á að spila næsta leik?

„Samkvæmt læknisráði á bráðamóttökunni þá ætti ég í raun að hvíla. Það er samt oft hægt að fá einhverjar spelkur og teipingar - mixa þetta eitthvað saman. Ég ætla ekki útiloka neitt fyrr en ég hitti sjúkraþjálfarana og læknana hjá FH."

Hefði átt að ráðast á boltann
Sindri var sýnilega svekktur með 2-1 markið hjá HK. Var hann ósáttur með að fá ekki dóm, eða hvað var það?

„Ég er hundfúll út í sjálfan mig að hafa ekki gert betur þarna. Mér leið hrikalega vel í leiknum, búinn að eiga á köflum erfitt uppdráttar í sumar, en leið rosalega vel í leiknum. Mér fannst ég öruggur í öllum mínum aðgerðum. Ég var vonsvikinn með sjálfan mig að hafa ekki gert betur; hafa ekki bara ráðist á boltann. Í staðinn fór ég í hálfkáki í boltann, fæ Loga á mig og missi hann í kjölfarið. Ég hefði átt að ráðast á boltann. Ég var meira vonsvikinn með sjálfan mig en eitthvað annað," sagði Sindri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner