Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir viðræður Enciso við BlueCo
Enciso hefur komið að 11 mörkum í 57 leikjum með Brighton.
Enciso hefur komið að 11 mörkum í 57 leikjum með Brighton.
Mynd: Brighton
Hürzeler er yngsti fastráðni aðalþjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Hürzeler er yngsti fastráðni aðalþjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler þjálfari Brighton er búinn að staðfesta að Julio Enciso er í viðræðum um að yfirgefa félagið.

Enciso er á leið til Strasbourg í Frakklandi fyrir rúmlega 17 milljónir punda. Hann á að vera þar í eitt eða tvö ár áður en hann verður seldur aftur í enska boltann. Þar mun hann leika með Chelsea sem er systurfélag Strasbourg og undir sama eignarhaldi (BlueCo).

Enciso er 21 árs gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi en er einnig öflugur kantmaður. Hann er aðeins með eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við Brighton og vill ekki skrifa undir nýjan samning.

„Það eru viðræður í gangi en ég get ekki tjáð mig um þær. Ég myndi ekki segja að dvöl hans hér hafi verið misheppnuð, annars væru stórlið úr Evrópu ekki á eftir honum. Sumir leikmenn þurfa öðruvísi andrúmsloft til að ná fram sínum besta leik, sumir leikmenn eiga erfitt með að aðlagast menningunni," sagði Hürzeler meðal annars á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er ungur leikmaður með mikið rými til að bæta sinn leik. Hann er virkilega efnilegur og hann sýndi frábæra takta á köflum spilandi fyrir Brighton. Dvöl hans hérna hefur ekki verið fullkomin en hún hefur heldur ekki verið slæm."

Enciso kom að 7 mörkum í 29 leikjum með Brighton á síðustu leiktíð en var ósáttur því hann vildi meiri spiltíma. Hann er fastamaður í landsliði Paragvæ þrátt fyrir ungan aldur.

Þess má geta að Enciso verður fimmti leikmaðurinn sem kemur til Strasbourg úr röðum Chelsea í sumar.

Fabrizio Romano segir að Enciso mun að lokum gera samning við Chelsea sem gildir til 2031 með möguleika á framlengingu til 2032.

   20.08.2025 21:24
Kaupa Enciso frá Brighton - Eyðir tímabilinu í Frakklandi

Athugasemdir
banner