Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 20:25
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög ánægður mest allan leikinn, það voru nokkrir leikhlutar þar sem við vorum ekki góð og kærulaus, eftir 2-0 og þegar við vorum 3-1 þar sem þær áttu möguleika að skora til þess að gera leikinn 3-2, en við enduðum fyrri hálfleikinn sterkt, tóku færin okkar og seinni hálfleikurinn, jafnvel þótt að leikurinn var búinn þá var það mikilvægasta hjá okkur að viðhalda kröfunum, mér fannst við gera það, við skoruðum þrjú mörk og hefðum getað skorað fleiri" sagði Nik Chamberlaine eftir 9-2 sigur á heimavelli gegn Þór/KA.

Nik telur það vera mikilvægt að hætta ekki þrátt fyrir að vera að vinna með miklu forskoti.


Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  2 Þór/KA

„Við höldum áfram og viðhöldum kröfunum, það gerðist á síðasta ári  og á þessu tímabili þar sem við erum fjögur eða fimm mörk yfir í fyrri hálfleik og í seinni þá erum við ekki góð, málið í dag er að við reyndum tryggja það að við gerðum réttu hlutina og leikmennirnir sem komu inn á gerðu það líka, ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn og það að viðhalda stigið sem við erum að spila á."

Spurt var um hvort að Nik fannst Breiðablik vera með yfirráð yfir allan leikinn.

„Ég held það, þær fengu tækifæri en ógnuðu ekki oft, þegar þær komust í stöður þá varnarlega notuðum við líkamana vel og drápum allt og tókum langa boltana í heildina, þegar við vorum með boltann þá komumst við í  góð færi, við litum mjög hættulega út, ef ég er hreinskilin þá níu tvö sjokkeraði þau eins skrýtið og það hljómar svo já við vorum bara góð í dag".

Spurt var um Berglindi sem skoraði fimm af níu mörkum Breiðabliks.

„Já ég meina á síðasta ári hún var auðvitað að koma inn í þetta en þegar við hittumst í vetur, munurinn á vetrinum í fyrra og núna er að hún finnur fyrir hungrinu frá henni, ég finn fyrir því og það er eitt af ástæðunum af hverju við erum í stöðunni sem við erum í. Við vissum að við gátum komið henni í leikform og hún passar vel inn í demantinn og hún tekur tækifæri og tækifærin í dag voru alvöru framherja mörk".

Spurt var um næsta leik.

„Við vitum ekki enn hvern við erum að fara spila á móti, við spilum á móti þeim sem lenti í sjötta sæti, ég er ekki viss um niðurstöðurnar í hinum leikjunum en að spila á móti topp 5 liðunum núna og við erum tveimur sigrum frá því að taka titillinn og við eigum enn eftir að spila í Evrópu gegn Spartak svo það er margt sem hægt er að hlakka til . Það mikilvægasta sem við getum gert er að halda áfram því sem við erum að gera í leikjunum og viðhalda kröfunum".

Nik um leik Breiðabliks gegn Spartak Subotica.

„Já þetta er pottþétt leikur sem við getum sigrað þar sem við getum komist í næstu umferð, auðvitað góð reynsla að spila heima og úti í heiminum, fara út til Serbíu en þetta er pottþétt leikur sem við getum unnið".


Athugasemdir