
Víkingar tóku á móti FHL í síðustu umferð Bestu Deildar Kvenna fyrir skiptingu. Niðurstaða leiksins var öruggur 4-0 sigur Víkinga og staðfestu þær sig í efri hlutann með þessum þrem stigum.
Víkingsliðið og Einar fara í skiptinguna með fimm sigra í röð á baki. Aðspurður hvort viðsnúningur liðsins eftir innkomu hans hafi komið honum á óvart svaraði hann,
„Svona já og nei. Félagið er með rosalega flotta umgjörð kringum kvennaliðið, stjórn, flott þjálfarateymi og margir sem mæta á völlinn. Þetta er bara geðveikt."
Einnig benti hann á það að „Með leikmannahóp eins og við erum með þá var þetta eiginlega bara skilyrði að snúa þessu við á þennan hátt."
Eftir rúmar tuttugu mínútur fær Candela í FHL rautt fyrir hártog en Víkingar voru 1-0 yfir á þeim tímapunkti. „Var þetta ekki bara "by the book"? Rífur í hárið á henni, en við svöruðum því vel og skoruðum tvö mörk svo cruise-uðum við þetta bara."
Framundan eru leikir í efri hlutanum „Við sitjum okkur ný markmið og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut."