Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 19:40
Sölvi Haraldsson
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Brynjar Kristmunds er kominn á Laugardalsvöllinn með Ólsarana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega glaður. Þetta var magnaður bikarleikur. Hálf fúlt að ná ekki að klára þetta í venjulegum leiktíma. En við höfum fína reynslu af því, við fórum nánast í gegnum sama leik fyrir austan í 8-liða úrslitunum. Við höfðum alltaf trú á því að við myndum fara áfram. Smá þjáningar í framlengingunni. Svo er Jón Kristinn frábær vítabani og gerði þetta mjög vel.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 3-3 jafntefli við Gróttu í dag en Ólsarar unnu í vítaspyrnukeppni og fara á Laugardalsvöll næsta föstudagskvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

„Mér fannst við halda þeim lengur frá markinu okkar í venjulegum leiktíma en við gerðum í framlengingunni. Jón hélt okkur inn í leiknum og liðið kom sér einhvernveginn í gegnum þetta. Ótrúlega margar tilfinningar og við erum mjög sáttir að vera komnir í úrslitin.“

Mætingin að vestan var gífurlega góð og nánast fleiri Ólsarar mættir en Gróttumenn.

„Þetta var geðveikt og minnti mig á gamla tíma þegar maður var að spila með Víkingi í efstu deild. Gaman að sjá gömul andlit mæta aftur. Ég vona að það mæta ennþá fleiri og bærinn verði tómur næsta föstudagskvöld.“

Þetta er lokatímabil Brynjars með liðið, hversu mikið myndi það þýða fyrir hann að klára þetta á titli á Laugardalsvelli?

„Það myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig. Ég náði ekki stóra markmiðinu mínu á þessum tíma með Víking sem var að komast upp en þetta yrði heldur betur fín sárabót ef maður getur hvatt félagið á góðum nótum.“

Tindastóll býður Ólsurum á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld. Hvernig líst Brynjari á þann mótherja?

„Ég horfði á leikinn hjá Tindastól í gær, bara hörkulið. Ég held að þeir séu búnir að slá út mjög góð lið í þessari keppni, Þrótt Vogum og KFG. Það er egnin tilviljun að þetta lið sé þarna. Við þurfum að undirbúa okkur vel, nú erum við komnir áfram. Við þurfum að setja þennan leik til hliðar og undirbúa okkur mjög vel fyrir leikinn því Tindastóll er virkilega gott lið og mjög orkumikið lið.“

Viðtalið við Brynjar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner