Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   lau 20. september 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Klaufalegt sjálfsmark innsiglaði sigur Fulham
Mynd: EPA
Fulham 3 - 1 Brentford
0-1 Mikkel Damsgaard ('20 )
1-1 Alex Iwobi ('38 )
2-1 Harry Wilson ('40 )
3-1 Ethan Pinnock ('50 , sjálfsmark)

Fulham lagði Brentford á Craven Cottage í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brentford náði forystunni þegar Joshua King átti slæma sendingu við vítateig Fulham. Boltinn fór beint á Mikkel Damsgaard sem skoraði örugglega.

Alex Iwobi jafnaði metin eftir vandræðagang í vörn Brentford og strax í kjölfarið kom Harry Wilson Fulham yfir eftir frábæra sendingu frá Iwobi.

Strax í upphafi seinni hálfleiks bætti Fulham við þriðja markinu þegar Ethan Pinnock skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. Hann ætlaði að skalla boltann frá en fékk boltann í bakið og hann endaði í fjærhorninu.

King bætti fjórða markinu við stuttu síðar en markið var dæmt af þar sem hann var dæmdur brotlegur í aðdragandanum fyrir að slá Nathan Collins í andlitið í baráttunni um boltann.

Það var síðasta mark leiksins og sigur Fulham staðreynd. Fulham hefur unnið tvo leiki í röð og er með átta stig í 7. sæti eftir fimm umferðir. Brentford er aðeins með fjögur stig eftir fimm umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner