„Þetta var mjög erfiitt því við fengum rautt spjald eftir þrjár eða fjórar mínútur. Það breytti leiknum algjörlega. Allt planið fór í ruslið," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, um rauða spjaldið sem Robert Sanchez fékk í upphafi leiksins gegn Man Utd á Old Trafford í kvöld.
„Við gátum komið í veg fyrir þetta því við vissum af þessum löngu boltum á Sesko, þeir vilja flikka boltanum áfram á Mbeumo. Þegar þú ert manni færri þá er þetta mjög erfitt og breytir leiknum."
„Við gátum komið í veg fyrir þetta því við vissum af þessum löngu boltum á Sesko, þeir vilja flikka boltanum áfram á Mbeumo. Þegar þú ert manni færri þá er þetta mjög erfitt og breytir leiknum."
Maresca gerði tvöfalda breytingu á liðinu eftir rauða spjaldið. Hann tók kantmennina Pedro Neto og Estevao af velli fyrir markvörðinn Filip Jörgensen og varnarmanninn Tosin Adarabioyo.
„Þeir eru vanir að sækja með fimm leikmönnum svo við urðum að verjast með fimm leikmönnum. Við getum varist með fjórum ellefu á móti ellefu en manni færri þurftum við að verjast með fimm."
Cole Palmer er enn að jafna sig af meiðslum og var tekinn af velli eftir tuttugu mínútna leik.
„Við ákváðum að taka Pedro Neto og Estevao af velli og svo Palmer því hann gerði sitt besta til að ná leiknum, hann var ekki hundrað prósent klár. Hann fór í skoðun í morgun og var í lagi en ekki hundrað prósent svo við ákváðum að taka hann af velli."
Chelsea tókst að minnka muninn undir lok leiksins en þá var orðið jafnt í liðum eftir að Casemiro fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.
„Við fengum á okkur tvö mörk sem við verðum að koma í veg fyrir. En sérstaklega rauða spjaldið eftir þrjár mínútur á Old Trafford. Þá verður þetta erfitt fyrir hvaða lið sem er. Við stjórnuðum leiknum tíu á móti tíu, sköpuðum færi og skoruðum. Þetta var allt annar leikur þá."
Athugasemdir