Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatai Gbadamosi
Fatai Gbadamosi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir situr er að mér fannst við betra liðið fram að markinu sem þeir skora. Mér fannst við að einhverju leyti brotna við markið, mér fannst við óskipulagðir og opnir. Auðvitað vorum við að reyna sækja mark en við getum ekki gert það svona," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap liðsins gegn ÍA á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  4 ÍA

Vestri fær ÍBV í heimsókn í næsta leik eftir viku.

„Við þurfum að vera klárir í næsta leik. Við þurfum að leggja þann leik upp sem úrslitaleik. Það eru auðvitað fjórir leikir eftir og hver einasti leikur er úrslitaleikur. Hann er á heimavelli, við þurfum að fá alvöru stuðning úr stúkunni. Við þurfum að leyfa liðinu að finna að þeir eru með fólkið sitt á bakvið sig, það er það sem skiptir máli."

Davíð Smári var ósáttur með fyrsta markið sem Gísli Laxdal Unnarsson skoraði.

„Fyrir mér er leikmaður Skagans sex metra fyrir innan, leikmaður Vestra fær boltann og er settur strax undir pressu. Hann veit að leikmaður Skagans er rangstæður og hefur þar að leiðandi ekki áhyggjur af honum."

„Þegar hann tekur við boltanum kemur leikmaður Skagans og stígur upp úr rangstæðunni og kemur í bakið á honum og vinnur boltann. Ég er ekki dómari en mér fannst þetta pjúra rangstaða. Ég held að enginn hefði verið svekktur yfir því ef það hefði verið dæmd rangstaða. Ég er líka gríðarlega ósáttur með það að Anton Kralj stoppar og setur hendur upp í loft og óskar eftir rangstöðu."

„Við vitum það að við getum ekki óskað eða gargað eftir einu né neinu. Ef þú heyrir flaut getur þú hætt en ef þú heyrir ekki flaut heldur þú áfram. Þetta er ekki flóknara heldur en það. Dómarar gera mistök og fyrir mér voru þetta mistök, ekki nógu stór fyrir þá að viðurkenna mistök."

Fatai Gbadamosi þurfti var borinn af velli vegna meiðsla. Davíð Smári segir að meiðslin séu ekki eins slæm og menn héldu. Það er beðið eftir niðurstöðum úr myndatöku.

Vestri er aðeins þremur stigum frá fallsæti.

„Við verðum að vera undirbúnir fyrir þau augnablik sem leikirnir bjóða okkur upp á. Hvort sem við lendum undir eða skorum fyrsta markið. Við erum betri aðilinn í dag þangað til við fáum á okkur fyrsta markið og þá hendum við þessu frá okkur í einhverja vitleysu. Þetta getur verið naumt, markatala. Ég er ósáttur að við hendum þessu svona frá okkur. Mér fannst við sterkir og hugaðir fram að markinu. Sköpum sénsa og hefðum leikandi getað skorað fyrsta markið, mér leið eins og liðið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna leikinn, því miður var það staðan í dag."
Athugasemdir