Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 19:30
Sölvi Haraldsson
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Mynd: Grótta
„Ég er vonsvikinn. Við áttum nokkru dauðafæri í framlengingunni sem við náðum ekki að klára. Svo þegar þú ferð í vítaspyrnukeppni er alltaf mikil spenna og smá lottó. Vel gert hjá Víkingi Ólafsvík, þeir unnu vítaspyrnukeppnina og gangi þeim vel í úrslitaleiknum.“ sagði Paul Westren, aðstoðarþjálfari Gróttu, sem stýrði Gróttu í dag í fjarveru Rúnars Páls.

Lestu um leikinn: Grótta 6 -  7 Víkingur Ó.

„Mér fannst við byrja vel og stýra leiknum. Það slokknaði svo á okkur og við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. Mér fannst við sýna góðan karakter að halda áfram sem strákarnir hafa gert í allt sumar. Við vorum ekki alltaf við toppinn en klárum tímabilið á 6 sigrum í röð og enduðum í 2. sæti. Það var markmiðið í byrjun að komast upp, hitt markmiðið var að fara í úrslitin en við náðum bara öðru markmiðinu sem gerist stundum. Lengjudeildin leggst vel í okkur á næsta ári.“

Grímur fékk tvö dauðafæri í blálokin í dag, var erfitt að sjá færin hans fara framhjá og í stöngina?

„Já það var erfitt og honum mun pottþétt líða illa yfir því. En hann spilaði mjög vel fyrir okkur í sumar og er afar mikilvægur leikmaður. En allir geta gert mistök og klúðrað færum bara eins og allir varnarmenn geta gert mistök og gefið mörk. Þetta er liðsíþrótt. Við vinnum saman og töpum saman.“

Hvernig er stemningin í liðinu núna?

„Strákarnir eru vonsviknir því þeir vildu komast í úrslitin. Þetta er búið og við kyngjum því. En við verðum að byrja að skipuleggja næsta ár. Ef þú hefðir spurrt mig hvort ég vildi fara upp um deild eða fara í úrslitaleikinn held ég að þú vissir hvað svarið yrði.“

Rúnar Páll Sigmundsosn, þjálfari Gróttu, var hvergi sjáanlegur í dag.

„Hann er fjarverandi, nokkra daga í þessari viku. Þetta var held ég planað með löngum fyrirvara og hann hefur ekki horft á þessa leiki í bikarnum.“ sagði Paul að lokum.

Viðtalið við Paul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner