Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Kaupa Enciso frá Brighton - Eyðir tímabilinu í Frakklandi
Julio Enciso
Julio Enciso
Mynd: EPA
BlueCo, eigendur Chelsea á Englandi, eru að ganga frá viðræðum við Brighton um kaup á paragvæska landsliðsmanninum Julio Enciso Þetta segir David Ornstein hjá Athletic og tekur Fabrizio Romano undir.

Það vekur helst athygli að Ornstein nefnir að BlueCo sé að kaupa Enciso, en það er vegna þess að hann er hugsaður fyrir Chelsea í framtíðinni en mun eyða tímabilinu hjá Strasbourg, sem er einnig í eigu BlueCo.

Búið er að ná saman um kaupverð og á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum áður en kaupin verða staðfest.

Eins og áður kom fram mun hann eyða tímabilinu hjá franska félaginu Strasbourg og mögulega lengur.

Encio, sem er 21 árs gamall, spilaði 57 leiki og skoraði 5 mörk með Brighton. Hann eyddi síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá Ipswich Town þar sem hann skoraði tvö mörk er liðið féll aftur niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner