Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mið 21. september 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Stefnir á að byrja að tala ensku eftir áramót
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: EPA
Ítalinn Roberto de Zerbi, nýr stjóri Brighton, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær. Hann hélt upphafsorð fundarins á ensku en svaraði svo spurningum á ítölsku í gegnum túlk.

„Ég biðst afsökunar á enskunni minni, markmið mitt er að byrja að tala ensku í janúar," sagði De Zerbi sem ætlar greinilega að nýta HM hléið í að verða færari í tungumálinu.

„Ég er afskaplega ánægður með að vera hérna, ég er ánægður með að vera nýr stjóri félagsins og vil þakka formanninum og félaginu. Ég hef skoðað hvern einasta leikmann ítarlega og ég mun vinna gott starf."

Brighton er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki spilað síðan Graham Potter fór til að taka við Chelsea. Leikjum gegn Bournemouth og Crystal Palace var frestað.

De Zerbi hætti sem stjóri úkraínska félagsins Shaktar Donetsk eftir að stríð braust út í landinu en áður hafði hann stýrt Sassuolo í ítölsku A-deildinni með góðum árangri. Liðið spilaði einn skemmtilegasta boltann á Ítalíu.

„Ég bjóst ekki við að allt myndi klárast hjá Shaktar í febrúar. Þetta var vont, ekki bara vegna stríðsins heldur að þurfa að yfirgefa eitthvað sem gekk vel. Það sem ég get gert er að halda áfram að vinna af sömu ástríðu. Ég er búinn að öðlast mikla reynslu en ég ber sterkar tilfinningar til fólksins í Úkraínu og leikmannana sem ég þjálfaði," segir De Zerbi.

Hann ræddi við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, á sunnudagskvöld. Talað hefur verið um að leikstíll þeirra tveggja sé ekki ósvipaður.

„Ég talaði við Pep á sunnudaginn já. Hann er mjög ánægður með að ég sé kominn hingað. Hann sagði mjög góða hluti um félagið og ef ég þyrfti einhverja aðstoð þá væri hann til staðar, en auðvitað ekki þegar við erum að fara að spila gegn þeim! sagði De Zerbi.

Fyrsti leikur De Zerbi við stjórnvölinn hjá Brighton er enginn smá leikur, gegn Liverpool þann 1. október.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner