Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 21. september 2023 20:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Óskar þarf að kyngja stoltinu og bregðast við"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sérfræðingarnir í settinu segja að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks þurfi að bregaðst við en liðið er 3-1 undir í hálfleik gegn Maccabi Tel Aviv í sínum fyrsta leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Anton Logi Lúðvíksson hefur átt erfitt uppdráttar í kvöld en athyglisvert er að hann var látinn byrja í bakverði.

„Anton Logi hefur verið í brasi í hægri bakverðinum. Mér finnst hann vera svolítið sprunginn, ég gæti trúað því að Viktor Karl komi inn á miðjuna og Höskuldur í bakvörðinn. Hann þarf að bregaðst við þar," sagði Albert Brynjar.

„Ég vil sjá Anton Loga fara inn á miðjuna. Einn besti fótboltamaðurinn í liðinu, hann á að vera nánast fyrsti maðurinn inn á miðjuna eins og hann er að spila," sagði Baldur.

„Þetta upplegg hjá Óskari er að klikka og hann þarf að kyngja stoltinu og bregðast við," bætti Albert Brynjar við.

Síðari hálfleikur er nýfarinn af stað en Óskar Hrafn gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik.


Athugasemdir
banner
banner