Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 21. október 2025 08:15
Elvar Geir Magnússon
Dyche þriðji stjóri Forest á tímabilinu (Staðfest)
Dyche er tekinn við Forest.
Dyche er tekinn við Forest.
Mynd: EPA
Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley og Everton, er formlega orðinn nýr stjóri Nottingham Forest en hann skrifaði undir samning til 2027.

Dyche er þriðji stjórinn hjá Forest á þessu tímabili en hann tekur við af Ange Postecoglou sem entist í 39 daga og var rekinn 17 mínútum eftir 3-0 tap gegn Chelsea síðasta laugardag.

Nuno Espirito Santo var rekinn eftir þrjá leiki á tímabilinu og Postecoglou ráðinn en hann náði ekki að vinna neinn af þeim átta leikjum sem hann stýrði.


Evangelos Marinakis, grískur eigandi Forest, er litríkur karakter og ekki þekktur fyrir þolinmæði.

Forest er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Bournemourh á sunnudag. Fyrsti leikur Dyche verður þó Evrópudeildarleikur gegn Porto á fimmtudag.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner