Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 21. október 2025 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Viktor Bjarki skoraði gegn Dortmund - Gyökeres skoraði tvennu
Viktor Daðason í leiknum í kvöld.
Viktor Daðason í leiknum í kvöld.
Mynd: EPA
Erling Haaland
Erling Haaland
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Viktor Gyökeres skoraði tvennu þegar Arsenal vann öruggan sigur gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Gabriel Magalhaes kom Arsenal yfir þegar hann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Declan Rice.

Gabriel Martinelli bætti öðru markinu við eftir laglegan undirbúning hjá Myles Lewis-Skelly. Viktor Gyökeres skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir Arsenal og innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki og fjórða marki Arsenal.

Hann skoraði fyrra markið þegar hann fékk boltann inn á teignum og boltinn fór af varnarmanni og í blá hornið. Seinna markið kom eftir skalla frá Gabriel inn á markteiginn eftir hornspyrnu.

Erling Haaland skoraði fimmtánda markið sitt á tímabilinu í sigri Man City gegn Villarreal. Nick Pope lagði upp mark á Harvey Barnes þegar hann kastaði boltanum lengst fram völlinn og Barnes skoraði af öryggi. Anthony Gordon kom Newcastle yfir í leiknum og hann lagði upp þriðja markið sem var annað mark Barnes.

Það var markaveisla í Þýskalandi þar sem PSG heimsótti Leverkusen. Willian Pacho kom PSG yfir. Leverkusen fékk vítaspyrrnu en Alejandro Grimaldo skaut í stöngina.

Vont versnaði fyrir Leverkusen þegar Robert Andrich, fyrirliði liðsins, fékk að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot. Stuttu síðar varð jafnt í liðum þar sem Ilya Zabarnyi fékk einnig rautt spjald stuttu síðar og vítaspyrna dæmd.

Aleix Garcia skoraði úr vítinu og jafnaði metin. Þá fóru leikmenn PSG í gang og liðið var með 4-1 forystu í hálfleik. Desire Doue skoraði tvennu og Khvicha Kvaratskhelia skoraði eitt. Nuno Mendes bætti fimmta markinu við áður en Garcia klóraði í bakkann. Ousmane Dembele og Vitinha skoruðu síðan sjötta og sjöunda mark PSG.

Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason kom inn á þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar FC Kaupmannahöfn fékk Dortmund í heimsókn.

Dortmund vann öruggan sigur en Viktor Bjarki gerði sér lítið fyrir og klóraði í bakkann í uppbótatíma þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Junnosuke Suzuki.

Scott McTominay skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið steinlá gegn PSV. Inter vann öruggan sigur gegn Union Saint-Gilloise.

St. Gilloise 0 - 4 Inter
0-1 Denzel Dumfries ('41 )
0-2 Lautaro Martinez ('45 )
0-3 Hakan Calhanoglu ('53 , víti)
0-4 Pio Esposito ('76 )

PSV 6 - 2 Napoli
0-1 Scott McTominay ('31 )
1-1 Alessandro Buongiorno ('35 , sjálfsmark)
2-1 Ismael Saibari ('38 )
3-1 Dennis Man ('54 )
4-1 Dennis Man ('80 )
4-2 Scott McTominay ('86 )
5-2 Ricardo Pepi ('87 )
6-2 Couhaib Driouech ('89 )
Rautt spjald: Lorenzo Lucca, Napoli ('76)

Bayer 2 - 7 Paris Saint Germain
0-1 Willian Pacho ('7 )
0-1 Alex Grimaldo ('25 , Misnotað víti)
1-1 Aleix Garcia ('38 , víti)
1-2 Desire Doue ('41 )
1-3 Khvicha Kvaratskhelia ('44 )
1-4 Desire Doue ('45 )
1-5 Nuno Mendes ('50 )
2-5 Aleix Garcia ('54 )
2-6 Ousmane Dembele ('66 )
2-7 Vitinha ('90 )
Rautt spjald: ,Robert Andrich, Bayer ('31)Ilya Zabarnyi, Paris Saint Germain ('37)

Arsenal 4 - 0 Atletico Madrid
1-0 Gabriel Magalhaes ('57 )
2-0 Gabriel Martinelli ('64 )
3-0 Viktor Gyokeres ('67 )
4-0 Viktor Gyokeres ('70 )

FC Kobenhavn 2 - 4 Borussia D.
0-1 Felix Nmecha ('20 )
1-1 Waldemar Anton ('33 , sjálfsmark)
1-2 Ramy Bensebaini ('61 , víti)
1-3 Felix Nmecha ('76 )
1-4 Fabio Silva ('87 )
2-4 Viktor Dadason ('90 )

Villarreal 0 - 2 Manchester City
0-1 Erling Haaland ('17 )
0-2 Bernardo Silva ('40 )

Newcastle 3 - 0 Benfica
1-0 Anthony Gordon ('32 )
2-0 Harvey Barnes ('71 )
3-0 Harvey Barnes ('83 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner
banner