Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. nóvember 2019 15:27
Magnús Már Einarsson
Aron tilnefndur sem leikmaður ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson, kantmaður Start, er tilnefndur sem leikmaður ársins í norsku B-deildinni.

Aron skoraði þrettán mörk fyrir Start á nýliðnu tímabili en liðið endaði í 3. sæti í B-deildinni. Þá lagði hann einnig upp fjölda marka.

Start fer í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni en það fer fram á næstu vikum.

Þrír leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður ársins í B-deildinni en Niklas Castro framherji hjá toppliði Álasund og spænski miðjumaðurinn Enric Valles hjá Sandefjord eru einnig tilnefndir.

Í norsku úrvalsdeildinni eru Magnus Wolff Eikrem (Molde), Torgeir Børven (Odd Grenland) og Håkon Evjen (Bodø/Glimt) tilnefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner