Fjögur félög Í Bestu deildinni hafa, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áhuga á Ragnari Braga Sveinssyni, fyrirliða Fylkis. Félögin sem um ræðir eru Valur, Stjarnan, FH og Breiðablik.
Ragnar Bragi var að mati Fótbolta.net besti leikmaður Fylkis á nýliðnu tímabili en liðið féll úr Bestu deildinni. Hann er samningsbundinn Fylki áfram og það þyrfti því að kaupa hann lausan.
Hann er 29 ára og verður þrítugur í næsta mánuði. Ragnar Bragi er varnarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki og verið þar nánast allan sinn feril. Á árunum 2011-13 var hann á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi og hann lék með Víkingi á láni tímabilið 2017. Hann lék á sínum tíma tólf leiki fyrir yngri landsliðin.
Alls á Ragnar Bragi að baki 196 keppnisleiki í meistaraflokki og í þeim hefur hann skorað 15 mörk.
Athugasemdir