Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gæsahúð að sjá litla bróður spila úrslitaleikinn sem hann átti alls ekki að geta spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurjónsson var óvænt í leikmannahópi Þórs þegar liðið mætti Þrótti í úrslitaleik um toppsæti Lengjudeildarinnar í lokaumferðinni. Orri hafði glímt við höfuðmeiðsli og gat ekki spilað leikina á undan.

Orri er uppalinn Þórsari og sneri aftur í Þór fyrir tímabilið 2025 eftir tvö tímabil með Fram, en seinna tímabilið spilaði hann mjög takmarkað vegna höfuðmeiðsla.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, ræddi um Orra í viðtali sem tekið var fyrr í vetur.

„Hann mun ekki spila fótbolta á næsta tímabili, þessi leikur á móti Þrótti skildi eftir skilaboð um að taka sér hlé, það voru einhver eftirköst eftir höfuðmeiðslin. Hvort hann sé hættur í fótbolta er ég ekki alveg viss um, en ég held að ákvörðunin sé að spila allavega ekki næsta tímabil. Hvort að tímabilið 2025 hafi verið það síðasta veit ég ekki."

„Um mitt mót, fram að ÍR leiknum, var hann að sýna mér og öllum Þórsurum hvað bjó í honum, hann var stórkostlegur."

„Fyrir lokaleikinn hóuðum við aftur í Orra. Aron Ingi var orðinn mjög þreyttur og slæmur í náranum, við þurftum að taka hann út af, ég hóa í Orra og hann kemur á hliðarlínuna. Það er mjög eftirminnilegt að ég var að fara segja eitthvað við hann, horfði á hann og ég hugsaði að það þyrfti ekki að segja eitt einasta orð við þennan mann, hann væri að fara loka þessu. Það var ótrúlegt augnablik þegar hann skokkar inn á völlinn, hann gjörsamlega klárar sig."


Orri hafði ekki spilað með Þór í mánuð og var fluttur suður. „Hann var búinn að fá leyfi frá lækninum að hann gæti mögulega spilað leikinn, en ég vissi ekkert strax af því. Selli (Sveinn Leó) sagði við mig: „Hvað með Orra?" Ég hugsaði að það væri engin spurning, við hringdum í Orra og hann var klár. Hann tók eina hundleiðinlega taktíska æfingu með okkur og var mættur andlega með okkur í þetta. Það var risa, risa, risa partur af þessum sigri að hann kom inn á," sagði Siggi.

Atli Sigurjónsson ræddi við Fótbolta.net um bróðir sinn. Hann var spurður hvort það væru vonbrigði að ná ekki að spila með honum á komandi tímabili og hvernig hefði verið að sjá hann aftur í Þórstreyjunni.

„Mjög svekkjandi að vera ekki að spila með honum, En aðallega var erfitt að sjá hann lenda í öllum þessum höfuðhöggum."

„Það var ótrúlegt augnablik að sjá hann koma inn á í síðasta leiknum í leik sem hann átti alls ekki að geta spilað. Það var gæsahúð. Og síðan að sjá kraftinn sem hann kom með inn í leikinn, hann átti stóran þátt í að sigla þessu heim,"
segir Atli um bróður sinn.
Athugasemdir
banner
banner