Manchester City er í afar erfiðri stöðu í Meistaradeildinni eftir ótrúlegt tap gegn PSG í kvöld.
Liðið náði tveggja marka forystu í seinni hálfleik en PSG skoraði fjögur mörk í röð og vann að lokum.
Man City er tveimur stigum frá því að komast í umspil um sæti í 16 liða úrslitum en liðið þarf að vinna Club Brugge á heimavelli til að eiga möguleika á að komast áfram.
„Til að verja forystuna þurfum við að halda í boltann. Við fengum 2-3 færi í fyrri hálfleik en þeir voru betri. Við skoruðum (tvö) á fimm mínútum og svo skoruðu þeir (tvö) á fimm mínútum. Þá fóru þeir að trúa. Betra liðið vann og okkar síðasti möguleiki er heima gegn Brugge," sagði Guardiola.
„Ef við vinnum ekki eigum við það ekki skilið. Það er staðan, við höfum ekki fengið nægilega mörg stig og við verðum að horfast í augu við það."
Athugasemdir