Kristian Nökkvi Hlynsson er líklega á förum frá Ajax áður en janúarmánuður klárast.
Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Kristian á tímabilinu og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Kristian á tímabilinu og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn.
Þessi tvítugi sóknarmiðjumaður hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en á síðasta tímabili spilaði hann mun meira.
Líklegt er að Kristian fari á láni en hann er núna orðaður við Fortuna Düsseldorf sem er í þýsku B-deildinni samkvæmt AjaxShowtime þar sem vitnað er í Orra Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamann Fótbolta.net. Hjá Düsseldorf er Ísak Bergmann Jóhannesson á meðal leikmanna.
Þá er hann einnig bendlaður við Sparta Rotterdam og Groningen í hollenskum miðlum. Nökkvi Þeyr Þórisson er leikmaður Sparta og Brynjólfur Willumsson leikur með Groningen.
Kristian, sem er afar spennandi leikmaður, er samningsbundinn Ajax til 2026.
Athugasemdir