Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 22:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Sturluð endurkoma hjá PSG - Feyenoord fór illa með Bayern
Joao Neves fagnar mikilvægu marki sínu
Joao Neves fagnar mikilvægu marki sínu
Mynd: EPA
Kai Havertz skoraði og lagði upp
Kai Havertz skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Það var ótrúlegur leikur þegar PSG og Man City áttust við í París í kvöld.

Bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér í góða stöðu í baráttunni um að komast í umspilið um sæti í 16 liða úrslitum.

Achraf Hakimi hélt að hann hafi komið PSG yfir undir lok fyrri hálfleiks en hnéskelin á honum var fyrir innan og rangstaða dæmd.

Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik kom Jack Grealish Man City yfiir og þremur mínútum síðar bætti Erling Haaland við öðru markinu eftir undirbúning Grealish.

Stuttu síðar minnkaði Ousmane Dembele muninn og Bradley Barcola jafnaði metin í kjölfarið, aðeins tíu mínútum eftir mark Grealish.

Það var svo Joao Neves sem fullkomnaði endurkomuna. Hann skoraði eftir fyrirgjöf Vitinha úr aukaspyrnu, boltinn fór yfir allan pakkann og Neves var aleinn á fjærstönginni. Goncalo Ramos innsiglaði sigurinn með marki í uppbótatíma.

Þessi úrslit þýða að PSG fór upp fyrir City og er komið í efstu 24 sætin en Man City er tveimur stigum frá umspilssæti og þarf því nauðsynlega á sigri að halda gegn Club Brugge í lokaumferðinni.

AC Milan stökk upp í 6. sæti með sigri á Girona og Arsenal vann öruggan sigur á Diinamo Zagreb. Bayern tapaði óvænt gegn Feyenoord og er stigi frá efstu átta sætunum og Real Madrid rúllaði yfir RB Salzburg og er einnig stigi frá efstu átta sætunum.

Sjáðu úrslit kvöldsins og stöðuna í deildinni fyrir neðan

Celtic 1 - 0 Young Boys
0-0 Arne Engels ('41 , Misnotað víti)
1-0 Loris Benito ('86 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Daizen Maeda, Celtic ('88)

Feyenoord 3 - 0 Bayern München
1-0 Santiago Gimenez ('21 )
2-0 Santiago Gimenez ('45 , víti)
3-0 Ayase Ueda ('89 )

Milan 1 - 0 Girona
1-0 Rafael Leao ('37 )

Paris Saint Germain 4 - 2 Manchester City
0-1 Jack Grealish ('50 )
0-2 Erling Haaland ('53 )
1-2 Ousmane Dembele ('56 )
2-2 Bradley Barcola ('61 )
3-2 Joao Neves ('78 )
4-2 Goncalo Ramos ('90 )

Sparta Prag 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('12 )

Arsenal 3 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Declan Rice ('2 )
2-0 Kai Havertz ('66 )
3-0 Martin Odegaard ('90 )

Real Madrid 5 - 1 Salzburg
1-0 Rodrygo ('23 )
2-0 Rodrygo ('34 )
3-0 Kylian Mbappe ('48 )
4-0 Vinicius Junior ('55 )
5-0 Vinicius Junior ('77 )
5-1 Mads Bidstrup ('85 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 7 0 0 15 2 +13 21
2 Barcelona 7 6 0 1 26 11 +15 18
3 Arsenal 7 5 1 1 14 2 +12 16
4 Inter 7 5 1 1 8 1 +7 16
5 Atletico Madrid 7 5 0 2 16 11 +5 15
6 Milan 7 5 0 2 13 9 +4 15
7 Atalanta 7 4 2 1 18 4 +14 14
8 Leverkusen 7 4 1 2 13 7 +6 13
9 Aston Villa 7 4 1 2 9 4 +5 13
10 Mónakó 7 4 1 2 13 10 +3 13
11 Feyenoord 7 4 1 2 17 15 +2 13
12 Lille 7 4 1 2 11 9 +2 13
13 Brest 7 4 1 2 10 8 +2 13
14 Dortmund 7 4 0 3 19 11 +8 12
15 Bayern 7 4 0 3 17 11 +6 12
16 Real Madrid 7 4 0 3 17 12 +5 12
17 Juventus 7 3 3 1 9 5 +4 12
18 Celtic 7 3 3 1 11 10 +1 12
19 PSV 7 3 2 2 13 10 +3 11
20 Club Brugge 7 3 2 2 6 8 -2 11
21 Benfica 7 3 1 3 14 12 +2 10
22 PSG 7 3 1 3 10 8 +2 10
23 Sporting 7 3 1 3 12 11 +1 10
24 Stuttgart 7 3 1 3 12 13 -1 10
25 Man City 7 2 2 3 15 13 +2 8
26 Dinamo Zagreb 7 2 2 3 10 18 -8 8
27 Shakhtar D 7 2 1 4 7 13 -6 7
28 Bologna 7 1 2 4 3 8 -5 5
29 Sparta Prag 7 1 1 5 7 19 -12 4
30 RB Leipzig 7 1 0 6 8 14 -6 3
31 Girona 7 1 0 6 4 11 -7 3
32 Rauða stjarnan 7 1 0 6 12 22 -10 3
33 Sturm 7 1 0 6 4 14 -10 3
34 Salzburg 7 1 0 6 4 23 -19 3
35 Slovan 7 0 0 7 6 24 -18 0
36 Young Boys 7 0 0 7 3 23 -20 0
Athugasemdir
banner
banner