Frederik Schram var af álitsgjöfum Fótbolta.net valinn besti markmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og var í kjölfarið valinn í lið ársins fyrir frammistöðu sína tímabilið 2025.
Hann missti af lokakaflanum með Val vegna bakmeiðsla, þurfti að fara í aðgerð, glímdi við brjósklos í baki. Sú aðgerð virðist hafa heppnast vel og er Frederik á góðum batavegi. Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net.
Hann missti af lokakaflanum með Val vegna bakmeiðsla, þurfti að fara í aðgerð, glímdi við brjósklos í baki. Sú aðgerð virðist hafa heppnast vel og er Frederik á góðum batavegi. Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net.
„Það gengur mjög vel," segir Frederik.
„Ég er byrjaður að æfa, kominn í skó og hanska, og bæti við álagið dag frá degi. Bakið hefur svarað mjög vel við æfingaálaginu til þessa. Ég myndi segja að ég sé nokkrum vikum á undan áætlun."
„Ég hef verið mjög einbeittur á að hámarka allt sem ég hef stjórn á svo sem næringu og svefni. Ég farið í innrauða (infrared) meðferð og sérhæfða endurhæfingu."
„Það er gott að finna að það sé að skila sér. Ég verð klár fyrir byrjun tímabilsins," segir Frederik.
Frederik er 31 árs og á að baki sjö A-landsleiki og lék tólf leiki fyrir yngri landsliðin. Hann kom í Val frá Lyngby um mitt sumar 2022, fór til Roskilde í Danmörku sumarið 2024 en sneri aftur til Vals snemma móts á síðasta tímabili.
Athugasemdir

