Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
mánudagur 23. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 18.apr 2024 23:55 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Stundum þarf að þekkja sín takmörk - Heldur leyndarmálinu fyrir sig í bili

Frederik Schram er einn besti markvörður Bestu deildarinnar og minnir hann reglulega á sig með frábærum vörslum. Hann var í liði umferðarinnar hér á Fótbolti.net fyrir frammistöðu sína gegn Fylki þar sem hann varði víti og hélt hreinu. Fótbolti.net ræddi við danska Íslendinginn í dag.

Frederik er fæddur í Danmörku, faðir hans er danskur en móðir hans er íslensk. Hann spilaði fyrir yngri landslið Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2017.

Frederik og Rúnar Alex voru varamarkverðir Íslands á HM í Rússlandi.
Frederik og Rúnar Alex voru varamarkverðir Íslands á HM í Rússlandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég hugsa um landsliðið þá finn ég fyrir stolti að hafa verið partur af því.
Þegar ég hugsa um landsliðið þá finn ég fyrir stolti að hafa verið partur af því.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var sjálfur aldrei með neitt uppáhaldslið á Íslandi
Ég var sjálfur aldrei með neitt uppáhaldslið á Íslandi
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mun aldrei segja nei við landsliðinu
Ég mun aldrei segja nei við landsliðinu
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar hann kom í Val hitti hann fyrir Sigurð Egil Lárusson sem hann lék með í landsliðinu.
Þegar hann kom í Val hitti hann fyrir Sigurð Egil Lárusson sem hann lék með í landsliðinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frederik og Orri Sigurður eru jafnaldrar.
Frederik og Orri Sigurður eru jafnaldrar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær manneskja og frábær fótboltaþjálfari.
Frábær manneskja og frábær fótboltaþjálfari.
Mynd/Getty Images
Ég reyni á hverjum degi að bæta mig í öllum hlutum sem eru mikilvægir fyrir markmenn
Ég reyni á hverjum degi að bæta mig í öllum hlutum sem eru mikilvægir fyrir markmenn
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður þarf að vita hvenær varnarmennirnir eru í réttri stöðu og annars láta þá vita hvert þeir eiga að fara.
Maður þarf að vita hvenær varnarmennirnir eru í réttri stöðu og annars láta þá vita hvert þeir eiga að fara.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stundum er þetta bara frábært mark og þá er ekkert hægt að gera neitt meira.
Stundum er þetta bara frábært mark og þá er ekkert hægt að gera neitt meira.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með boltann eftir að hafa varið frá Orra Sveini.
Með boltann eftir að hafa varið frá Orra Sveini.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein gömul og góð af Frederik með yngri landsliðunum. Þessi er tekin árið 2013.
Ein gömul og góð af Frederik með yngri landsliðunum. Þessi er tekin árið 2013.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður þarf að vita hvenær á að spila stutt og hvenær á að spila langt
Maður þarf að vita hvenær á að spila stutt og hvenær á að spila langt
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar við komumst í góðar stöður erum við með leikmenn sem eru með geggjuð gæði en stundum er þetta bara stöngin út. Þá er það bara næsti leikur.
Þegar við komumst í góðar stöður erum við með leikmenn sem eru með geggjuð gæði en stundum er þetta bara stöngin út. Þá er það bara næsti leikur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Það var frábært að komast í topplið á Íslandi að spila.
Það var frábært að komast í topplið á Íslandi að spila.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
 Ég kom ekki til Vals bara til þess að vera góður í því að verja skot, ég kom til þess að verða Íslandsmeistari og afreka eitthvað.
Ég kom ekki til Vals bara til þess að vera góður í því að verja skot, ég kom til þess að verða Íslandsmeistari og afreka eitthvað.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kannski ekkert sérstaklega óvænt að Gylfi var fyrsta nafnið sem kom upp þegar Frederik nefndi öfluga skotmenn á æfingasvæðinu.
Kannski ekkert sérstaklega óvænt að Gylfi var fyrsta nafnið sem kom upp þegar Frederik nefndi öfluga skotmenn á æfingasvæðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skilur nánast allt í málinu
Íslenskan hjá Frederik er góð og var viðtalið tekið á íslensku. „Ég skil svona nánast allt, fótboltatungumálið kemur fyrst en stundum lendi ég í smá erfiðleikum. Málfræðin, hvernig á að beygja orð, er ótrúlega erfitt. Ég prófa bara að tala og ef ég skil ekki þá bið ég bara um enska orðið. Það er eitt að skilja og annað að segja orðin, stundum er erfitt fyrir Dani að segja íslensku orðin, þýskan er aðeins auðveldari, framburðurinn á orðunum. Mikilvægast er að skilaboðin komist frá A til B," sagði Frederik.

Vantaði mínútur og Val vantaði markmann
Markvörðurinn er 29 ára og gekk hann í raðir Vals um mitt sumarið 2022.

„Ég kom frá Lyngby þar sem ég var ekki að spila marga leiki, stundum inn og út, en oftast var ég á bekknum. Ég kom til Vals og vissi að ég væri að koma inn í topplið sem ætlar sér alltaf að verða Íslandsmeistari. Það var frábært fyrir mig að koma hingað og spila leiki, það er það sem er skemmtilegast sem fótboltamaður. Fyrsta tímabilið var pínu erfitt, ég kom inn í mitt tímabil og við vorum í smá brasi."

„Í fyrra var mikið meira skipulag, meiri fagmennska og undirbúningurinn var öðruvísi. Í ár erum við að halda áfram og ætlum að verða Íslandsmeistarar. Ég er ánægður að vera hluti af svoleiðis liði og ég vil sjálfur bæta mig í öllu sem ég get sem markmaður."


Þegar Frederik kom til Vals var Guy Smit aðalmarkmaður liðsins en hann glímdi við meiðsli. Valsarar settu sig í samband við Frederik og hann stökk á tækifærið á að koma til Íslands og fá að spila.

„Þeir buðu mér til Íslands, buðu mér að koma í heimsókn og skoða aðstæðurnar. Þeir heilluðu mig í viðræðunum, voru fljótir að finna fyrir mig íbúð. Það var mikilvægt fyrir mig að fjölskyldan var tilbúin að koma til Íslands. Ég mætti til Íslands og byrjaði strax að spila, mig vantaði mínútur. Guy var meiddur og þeir vildu fá inn markvörð. Þetta var rökrétt skref."

„Ég var búinn að fá mörg tilboð frá Íslandi frá því að ég var með U21 landsliðinu, en því miður var aldrei hægt að láta það ganga upp, ég var þá samningsbundinn í Danmörku. Þarna var tímapunkturinn réttur, ég var með eitt ár eftir af samningi við Lyngby en sá ekki fram á að spila mikið. Þá kom Valur og ég sá að ég gæti farið strax að spila. Það var frábært að komast í topplið á Íslandi að spila."


Eitthvað var fjallað um það á sínum tíma að Frederik kæmi á láni til Vals út tímabilið 2022.

„Ég vildi skipta alveg. Ég vildi taka skref, fá lengri samning. Hitt hefði verið meiri óvissa."

Byrjaði að styðja Val þegar Frederik samdi
Fjölskyldan á Íslandi, með hverjum héldu þau áður en þú fórst í Val?

„Ég var sjálfur aldrei með neitt uppáhaldslið á Íslandi, gat aldrei horft á íslenska boltann í Danmörku. Ég man að ég spilaði með Orra Sigurði og Sigga (Sigurði Agli) í landsliðinu. Fyrir mig, að spila á Íslandi, var líka gott tækifæri að koma til að byrja að styðja eitthvað lið, fannst vanta að vera með eitt lið til að styðja. Frændi minn og hans fjölskylda bjuggu í sveitinni nálægt Selfossi, ég spilaði oft fótbolta þar á sumrin en ekki með félaginu."

Hélt afi þinn ekki með neinu liði?

„Hann er uppalinn í Vesturbænum, en hann fylgdist ekki mikið með fótboltanum á Íslandi. Þegar ég fór í Val þá varð hann Valsari. Hann mætir á alla leiki og er með Valsderhúfu á höfðinu og styður okkur mjög vel," sagði Frederik.

Rólegra á Íslandi
En hvernig er lífið á Íslandi?

„Það er aðeins öðruvísi en að vera í Köben. Ég er mjög ánægður, er með fjölskylduna og á vini hérna svo þetta er ekki eins og að búa í útlöndum. Ég kom alltaf til Íslands frá því að ég var eins árs og heimsótti afa minn og fjölskylduna, var því búinn að vera oft á Íslandi áður en ég kom í Val. Lífið hér er öðruvísi en í Danmörku, mér finnst gott að það er aðeins rólegra. Ég og fjölskyldan erum mjög ánægð hér," segir Frederik en hann og kærasta hans eiga eitt barn saman.

Stundum spurning um að þekkja sín takmörk
Frederik er af flestum talinn besti markvörðurinn í deildinni í því að verja skot sem koma á markið. Hvað finnst honum sjálfum vanta upp á svo hann væri að spila á enn stæra sviði en Besta deildin?

„Ég reyni á hverjum degi að vera betri í löppunum, legg mikla áherslu á það. Stundum er þetta líka spurning um að þekkja sín takmörk og reyna verða betri í því sem þú ert góður í. Sem dæmi man ég eftir Arjen Robben í Bayern München, hann var alltaf að fara inn á völlinn af hægri kantinum og skjóta með vinstri fæti. Allir varnarmenn vissu að hann væri að fari inn á völlinn, en það var samt mjög erfitt að eiga við það."

„Ég er nánast tveir metrar á hæð, er góður í því að verja skot og veit að það er minn styrkleiki. Ég reyni á hverjum degi að bæta mig í öllum hlutum sem eru mikilvægir fyrir markmenn. Það er mikilvægt að verja skot, góður í því að spila stutt og spila langt, vera góður í fyrirgjöfum, vita hvenær á að spila stutt og hvenær á að spila langt. Maður þarf að vita hvenær varnarmennirnir eru í réttri stöðu og annars láta þá vita hvert þeir eiga að fara. Við markmenn þurfum að vera góðir í mörgum hlutum, vera með góðan heildarpakka. Ég reyni að bæta mig á öllum sviðum."


Vill afreka eitthvað á Íslandi, svo spáir hann í hinu
Langar þig að reyna fyrir þér í dönsku Superliga í framtíðinni eða spila í Evrópu?

„Ég pæli ekki í því í dag, núna er ég með annað markmið. Ég kom ekki til Vals bara til þess að vera góður í því að verja skot, ég kom til þess að verða Íslandsmeistari og afreka eitthvað. Ég er ekki að spá í því hvort ég geti spilað á stærra sviði á þessum tímapunkti, það er eitthvað sem ég skoða mögulega eftir tímabilið. Þá geri ég líka tímabilið upp, hvað gerði ég vel og hvað vil ég gera aðeins betur. Núna er löngu undirbúningstímabili lokið og við loksins byrjaðir í Bestu deildinni. Ég hlakka bara til að spila leiki og vonandi verðum við í toppbaráttunni aftur í ár."

Stundum er fótboltinn bara stöngin út
Tvær umferðir eru búnar af Bestu deildinni, hvernig finnst þér Íslandsmótið fara af stað?

„Það er erfitt að segja eftir bara tvo leiki, þetta er langt tímabil. Ég veit að það vilja margir segja að þessir verða góðir í ár, þessir verða Íslandsmeistarar eða þessir falla. Það er svo stutt búið og erfitt að segja, ég er ekki mikið að pæla í því hvernig þetta lítur út núna. Ég er með fulla einbeitingu á hvað við getum gert betur og hver næsti leikur okkar er. Það eina sem skiptir mig máli er liðið."

Í síðasta leik gerði Valur markalaust jafntefli gegn Fylki. Hvað vantaði upp á svo Valur færi með sigur úr Árbænum?

„Við mættum ungum leikmönnum sem eru snöggir, á heimavelli og með fullt af orku. Við vorum í smá brasi í byrjun en eftir það komumst við í nokkrar stöður til að skora mörk. Stundum er þetta bara stöngin út, stundum er þetta stöngin inn. Mér finnst mikilvægast að við komumst í stöður til að skora mörk. Ég þarf að halda hreinu og gera allt sem markmaður getur gert til að hjálpa liðinu og hef ekki áhyggjur af öðru."

„Þegar við komumst í góðar stöður erum við með leikmenn sem eru með geggjuð gæði en stundum er þetta bara stöngin út. Þá er það bara næsti leikur. Ég sé þessa gæðaleikmenn á hverri einustu æfingu og veit hvað þeir geta. Stundum er fótbolti bara svoleiðis (að boltinn fer ekki inn)."


Varið fimm af tíu vítum
Frederik varði víti gegn Fylki og er nú búinn að verja fimm vítaspyrnur af þeim tíu sem hann hefur fengið á sig. Af hverju ertu búinn að verja svona mörg víti?

„Góð spurning. Stundum er þetta bara tilfinning. Ég hef alltaf verið góður í vítum. Ég var ekki góður í vítakeppnunum á móti Akranesi og Víkingi og var pirraður því venjulega er ég góður í vítum og mér fannst gott að verja þá næsta víti sem ég fékk á mig."

„Við markmenn erum stundum með tilfinningu fyrir því hvort vítaskyttan skjóti til hægri eða vinstri. Þá fylgjum við bara tilfinningunni (gut feeling). Ég er með ákveðnar vinnureglur líka, skoða hverjir gætu tekið vítin og fleira. En ég vil ekki gefa of mikið upp. Stundum gengur þetta upp, stundum ekki. Þegar maður er einn gegn vítaskyttunni þá er pressan öll á þeim, ég hef allt að vinna. Ég veit að ég er stór og veit að ég get náð langt með höndunum ef ég vel rétt."


Á móti Fylki, vissir þú að Orri Sveinn Stefánsson myndi taka vítið? „Kannski," sagði Frederik einfaldlega, vildi ekki gefa neitt upp. „Kannski þegar ég er búinn að spila síðasta leikinn á ferlinum þá segi ég frá því hvernig ég undirbý mig fyrir víti."

„Ég varði ekki víti í vítaspyrnukeppnunum á móti Akranesi og Víkingi en ég var að velja rétt horn, það skiptir líka máli. Stundum er þetta bara frábært mark og þá er ekkert hægt að gera neitt meira. Stundum er þetta gisk, stundum er einhver hugmynd hvað gæti gerst, stundum er maður búinn að rýna mikið í hvað gæti gerst en það er samt kannski ekki nóg. Ég gæti rýnt í hvar allir leikmennirnir skutu síðast, en það þýðir ekkert að ég verji víti frá þeim. Mér finnst tilfinningin á hverri stundu skipta mestu máli."


En að fá á sig tíu víti, er það ekki svolítið mikið á rúmlega einu og hálfu tímabili?

„Ég veit það ekki, er ekki með tölfræðina yfir það. Við fengum á okkur sex víti sumarið 2022 eftir að ég kom, það var svolítið mikið."

Mæta öflugu liði á morgun
Á morgun mætir Valur liði Stjörnunnar. Hvað veistu um Stjörnuna?

„Þeir eru með unga leikmenn í sínu liði sem eru með frábær gæði í bland við reynslumeiri leikmenn. Þeir reyna spila stutt meðfram grasinu, í lappir. Þeir eru mjög flæðandi, skipta mikið um stöður og vilja stundum hleypa leikjunum upp í smá óreiðu og eru mjög góðir í því. Við vorum í smá brasi gegn þeim og við þurfum að vera með fulla einbeitingu í leiknum á morgun og undirbúa okkur vel. Þeir eru með góðan þjálfara sem hefur breytt miklu. Ég veit að við erum að fara mæta góðu liði en markmiðið er að vinna leikinn."

Stefnan sett á að vinna titla
Er markmiðið skýrt komandi inn í tímabilið, að vinna deildina og helst bikarinn líka?

„Fyrir mér, þegar ég er í liði sem er með flott gæði og gott þjálfarateymi og ég sé á hverjum degi hversu góðir við erum á æfingum, þá er markmiðið að sjálfsögðu sett á að vinna alla leiki og ef maður gerir það þá verðum við Íslands- og bikarmeistarar."

Nefnir fjóra öflugustu skotmennina
Talandi um æfingarnar, frá hverjum er erfiðast að verja á æfingum?

„Það eru fjögur nöfn sem koma strax upp, en ég er örugglega að gleyma einhverjum. Að sjálfsögðu Gylfi, Aron er líka með frábært skot og svo Adam og Patrick. Þeir eru með frábær gæði. Þeir æfa sig líka mikið að skjóta. Það eru að sjálfsögðu fleiri sem eru mjög góðir í því að skjóta á markið."

Spennandi að spila í Evrópu
Í sumar tekur Valur þátt í forkeppni Sambandsdeildarinnar og Frederik er spenntur fyrir því.

„Það er mjög spennandi, það er í fyrsta skipti sem ég fer í Evrópuleiki með félagsliði. Ég hlakka til að sjá spila þá leiki, fara út að spila og vonandi gerum við góða hluti. Ég vona að hin liðin á Íslandi standi sig líka vel. Við þurfum á því að halda að öll liðin standi sig vel fyrir íslenskan fótbolta."

Freysi fagmaður fram í fingurgóma
Áður en Frederik kom í Val þá var hann lærisveinn Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Frederik heldur ennþá sambandi við sinn gamla þjálfara.

„Við sendum stundum skilaboð á hvorn annan, höldum sambandinu. Það er gaman að sjá hann hjá Kortrijk og vonandi nær hann sama kraftaverki og með Lyngby."

Var eitthvað sem þú manst eftir sem hann var mjög góður í sem þjálfari?

„Það er kannski skrítið fyrir mig að segja þar sem ég var mikið á bekknum, en samt var hann einn besti þjálfari sem ég hef haft. Ég hef ekki heyrt marga tala illa um Freysa, hann er frábær í því að díla við mismunandi persónuleika, veit ótrúlega mikið um fótbolta, bæði taktískt og líka andlegu hliðina. Hann er fagmaður fram í fingurgóma í öllu því sem hann gerir og á sama tíma er hann frábær einstaklingur. Frábær manneskja og frábær fótboltaþjálfari. Ég veit ekki hvað það er sem hann er bestur í sem þjálfari, ég held það sé bara heildarpakkinn sem er frábær."

Frederik fylgist ágætlega með Lyngby í dönsku deildinni.

„Ég reyni að horfa á alla leiki, ég er ennþá með marga vini sem spila með liðinu. Við erum með Kolla, Sævar og Andra í liðinu og það er gaman að fylgjast með þeim. Lyngby er fjölskylduklúbbur og ég reyni að fylgjast eins vel með og ég get. Ég vona að þeir komi vel út úr þeirri stöðu sem þeir eru í núna, sjö leikir eftir og vonandi halda þeir sér uppi í Superliga."

Myndi aldrei segja nei við landsliðinu
Að lokum var Frederik spurður út í íslenska landsliðið. Hann á að baki sjö landsleiki, fór með á HM í Rússlandi og var síðast í hópnum í janúarverkefninu fyrir rúmu ári síðan. Það er mjög hörð samkeppni um sæti í hópnum, en hugsar eitthvað um að komast aftur í landsliðið?

„Ég er ekki að hugsa um það á hverjum degi. Þegar ég hugsa um landsliðið þá finn ég fyrir stolti að hafa verið partur af því. Það er ekki markmiðið mitt í dag að komast í landsliðið. Ég veit að samkeppnin er frábær, við erum með frábæra markmenn sem eru að berjast um sæti í liðinu og hópnum. Fyrir mér einbeitingin ekki á að komast í landsliðið, heldur hvað ég er að gera á hverjum degi; að borða vel, sofa vel, æfa vel og vera með einbeitingu á ferlinu, ekki niðurstöðunni. Stundum gerir maður nóg, stundum ekki. En ég mun aldrei segja nei við landsliðinu," sagði Frederik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner