þri 21.okt 2025 12:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|

Fimm bestu markverðir Bestu: Aftur á toppinn
Fótbolti.net hefur sett saman nokkrar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu leikmennina í mismunandi stöðum í Bestu deildinni. Við byrjum á því að velja fimm bestu markverðina út frá sameiginlegu áliti dómnefndar og á morgun verða bestu bakverðirnir og bestu miðverðirnir útnefndir.
Einstaklingarnir í dómnefndunum eru vel valdir einstaklingar sem eru annað hvort að spila eða hafa spilað þá stöðu sem þeir voru beðnir um að setja saman lista úr. Þeir voru einfaldlega beðnir um að velja þá sem þeim finnst bestir heilt yfir - ekkert endilega bara á þessu tímabili þó það skipti auðvitað máli í valinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum saman þessa lista en í ár verða þeir fleiri þar sem við bætum við tveimur stöðum, bakverðir og kantmenn en síðustu tvö ár voru leikmenn í þessum stöðum innifaldir í lista fyrir varnarmenn og sóknarmenn.
Markvarðardómnefndina að þessu sinni skipuðu: Andri Þór Grétarsson (markvörður Ægis), Aron Snær Friðriksson (markvörður Njarðvíkur), Jökull Blængsson (markvörður Þróttar Vogum), Ólafur Örn Ásgeirsson (markvörður HK), Sindri Snær Jensson (fyrrum markvörður KR, Vals og Þróttar), Stefán Logi Magnússon (fyrrum landsliðsmarkvörður) og Valur Gunnarsson (fyrrum markvörður og markvarðarþjálfari).
Sjá einnig:
5. Marcel Zapytowski (ÍBV)
Í fimmta sæti á listanum er Pólverjinn í marki ÍBV sem hefur heillað býsna marga í sumar. Hann kom til Vestmannaeyja rétt fyrir mót og sýndi það strax í fyrsta leik gegn Víkingi hvers hann er megnugur. Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara á Möltu ásamt því að hafa leikið með Korona Kielce, Resovia Rzeszow og Wisla Plock í heimalandinu. Hann er uppalinn hjá Wisla Plock og lék þar sína fyrstu leiki á ferlinum.
Hann er að verða samningslaus og það er spurning hvort ÍBV nái að halda honum en það má gera ráð fyrir því að áhuginn verði mikill. „Marcel hefur heilt yfir verið einn af 3-4 bestu markmönnum deildarinnar út frá tölfræðinni og er markmaður sem hentar okkur mjög vel," sagði Þorlákur Árnason við Fótbolta.net á dögunum og bætti við: „ÍBV hefur ekki verið svona góðri stöðu í mörg mörg ár með markmenn."
4. Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Árni Snær kemur inn á listann eftir að hafa ekki verið á honum undanfarin tvö ár. Það er líklega hægt að færa rök fyrir því að það hafi verið ósanngjarnt að einhverju leyti þar sem Árni hefur verið mjög góður fyrir Stjörnuna undanfarin ár. Matthias Rosenörn kom inn í Stjörnuna í fyrra og átti að veita Árna alvöru baráttu um sætið í liðinu en Árni var stöðugur og hélt sætinu í deildinni.
Það sem er athyglisvert við Árna er að hann er eiginlegur leikstjórnandi Stjörnunnar. Hann er frábær í fótunum og Stjarnan leitar mikið til hans í uppspilinu. Hann er með frábærar spyrnur upp völlinn og Stjarnan nýtir sér það. Hann er ekki besti markvörður deildarinnar þegar kemur að vörslum en oft á tíðum hefur hann sýnt góða takta í þeim hluta leiksins í sumar.
3. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Anton Ari er einn af fáum leikmönnum Breiðabliks sem getur verið sáttur með sitt tímabil. Hann hefur verið stöðugur eftir að hafa leikið ótrúlega vel á síðustu leiktíð þegar Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur ekki átt eins gott tímabil núna en samt sem áður verið góður í marki Kópavogsfélagsins.
Anton Ari hefur verið á listanum öll þrjú árin í annað hvort öðru eða þriðja sæti. Það segir mikið um hann en það segir líka mikið að hann hefur verið í síðustu landsliðshópum. Arnar Gunnlaugsson er mikill aðdáandi Antons sem hefur lengi verið einn af betri markvörðum landsins. Þú veist nákvæmlega hvað þú færð þegar þú ert með Anton í markinu og það er góður kostur að hafa.
2. Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Eins og Anton, þá hafa efstu tveir markverðirnir verið á listanum síðustu tvö árin. Hann var á toppnum hjá dómnefndinni í fyrra en fer niður um eitt sæti hjá dómnefndinni í ár. Ingvar var besti leikmaður Íslandsmótsins þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014 og fór í gegnum mótið taplaust. Hann átti svo flottan feril erlendis og var hluti af markvarðateymi A-landsliðsins um gott skeið.
Síðustu árin hefur hann verið lykilmaður fyrir Víkinga og spilað stórt hlutverk í þeirra magnaða árangri. Hann datt út úr liði Víkinga um tíma í sumar fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson sem er spennandi markvörður, en þegar hann kom aftur inn í liðið hjá Víkingum þá virtist varnarlínunni líða betur og liðið fór á skrið. Hann á stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum þetta árið.
1. Frederik Schram (Valur)
Frederik Schram átti ekki alveg sitt besta sumar í fyrra og var skipt út af Val undir lok tímabilsins. Ögmundur Kristinsson átti að taka hans stöðu, en það var ákvörðun sem lítur afar illa út í dag hjá Hlíðarendafélaginu. Frederik var sóttur aftur til Vals í byrjun sumars og sýndi að hann er besti markvörður deildarinnar - það er allavega mat dómnefndarinnar í ár.
Frederik var bestur að mati sérfræðinga árið 2023 og er aftur kominn í toppsætið núna. Hann er gífurlega öruggur í því sem hann gerir, er með mikla nærveru og er frábær í að verja skot. Hann átti stóran þátt í því að Valur var lengi vel á toppi deildarinnar í sumar en meiðsli hans og Patrick Pedersen höfðu mikil áhrif á gengi liðsins. Ef hann hefði haldist heill þá hefði Valur átt mun meiri möguleika á því að verða Íslandsmeistari.
Á morgun birtist listi yfir bestu miðverðina og bestu bakverðina.
Sjá einnig:
5. Marcel Zapytowski (ÍBV)
Í fimmta sæti á listanum er Pólverjinn í marki ÍBV sem hefur heillað býsna marga í sumar. Hann kom til Vestmannaeyja rétt fyrir mót og sýndi það strax í fyrsta leik gegn Víkingi hvers hann er megnugur. Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara á Möltu ásamt því að hafa leikið með Korona Kielce, Resovia Rzeszow og Wisla Plock í heimalandinu. Hann er uppalinn hjá Wisla Plock og lék þar sína fyrstu leiki á ferlinum.
Hann er að verða samningslaus og það er spurning hvort ÍBV nái að halda honum en það má gera ráð fyrir því að áhuginn verði mikill. „Marcel hefur heilt yfir verið einn af 3-4 bestu markmönnum deildarinnar út frá tölfræðinni og er markmaður sem hentar okkur mjög vel," sagði Þorlákur Árnason við Fótbolta.net á dögunum og bætti við: „ÍBV hefur ekki verið svona góðri stöðu í mörg mörg ár með markmenn."
4. Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Árni Snær kemur inn á listann eftir að hafa ekki verið á honum undanfarin tvö ár. Það er líklega hægt að færa rök fyrir því að það hafi verið ósanngjarnt að einhverju leyti þar sem Árni hefur verið mjög góður fyrir Stjörnuna undanfarin ár. Matthias Rosenörn kom inn í Stjörnuna í fyrra og átti að veita Árna alvöru baráttu um sætið í liðinu en Árni var stöðugur og hélt sætinu í deildinni.
Árni van der Snær enn og aftur MoM
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) August 25, 2025
Það sem er athyglisvert við Árna er að hann er eiginlegur leikstjórnandi Stjörnunnar. Hann er frábær í fótunum og Stjarnan leitar mikið til hans í uppspilinu. Hann er með frábærar spyrnur upp völlinn og Stjarnan nýtir sér það. Hann er ekki besti markvörður deildarinnar þegar kemur að vörslum en oft á tíðum hefur hann sýnt góða takta í þeim hluta leiksins í sumar.
3. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Anton Ari er einn af fáum leikmönnum Breiðabliks sem getur verið sáttur með sitt tímabil. Hann hefur verið stöðugur eftir að hafa leikið ótrúlega vel á síðustu leiktíð þegar Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur ekki átt eins gott tímabil núna en samt sem áður verið góður í marki Kópavogsfélagsins.
Anton Ari hefur verið á listanum öll þrjú árin í annað hvort öðru eða þriðja sæti. Það segir mikið um hann en það segir líka mikið að hann hefur verið í síðustu landsliðshópum. Arnar Gunnlaugsson er mikill aðdáandi Antons sem hefur lengi verið einn af betri markvörðum landsins. Þú veist nákvæmlega hvað þú færð þegar þú ert með Anton í markinu og það er góður kostur að hafa.
2. Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Eins og Anton, þá hafa efstu tveir markverðirnir verið á listanum síðustu tvö árin. Hann var á toppnum hjá dómnefndinni í fyrra en fer niður um eitt sæti hjá dómnefndinni í ár. Ingvar var besti leikmaður Íslandsmótsins þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014 og fór í gegnum mótið taplaust. Hann átti svo flottan feril erlendis og var hluti af markvarðateymi A-landsliðsins um gott skeið.
Síðustu árin hefur hann verið lykilmaður fyrir Víkinga og spilað stórt hlutverk í þeirra magnaða árangri. Hann datt út úr liði Víkinga um tíma í sumar fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson sem er spennandi markvörður, en þegar hann kom aftur inn í liðið hjá Víkingum þá virtist varnarlínunni líða betur og liðið fór á skrið. Hann á stóran þátt í Íslandsmeistaratitlinum þetta árið.
1. Frederik Schram (Valur)
Frederik Schram átti ekki alveg sitt besta sumar í fyrra og var skipt út af Val undir lok tímabilsins. Ögmundur Kristinsson átti að taka hans stöðu, en það var ákvörðun sem lítur afar illa út í dag hjá Hlíðarendafélaginu. Frederik var sóttur aftur til Vals í byrjun sumars og sýndi að hann er besti markvörður deildarinnar - það er allavega mat dómnefndarinnar í ár.
Frederik var bestur að mati sérfræðinga árið 2023 og er aftur kominn í toppsætið núna. Hann er gífurlega öruggur í því sem hann gerir, er með mikla nærveru og er frábær í að verja skot. Hann átti stóran þátt í því að Valur var lengi vel á toppi deildarinnar í sumar en meiðsli hans og Patrick Pedersen höfðu mikil áhrif á gengi liðsins. Ef hann hefði haldist heill þá hefði Valur átt mun meiri möguleika á því að verða Íslandsmeistari.
Á morgun birtist listi yfir bestu miðverðina og bestu bakverðina.