Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
FH samþykkir tilboð frá Spáni í Sigurð Bjart
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur samþykkt tilboð frá spænska félaginu AD Merida í framherjann Sigurð Bjart Hallsson. 433.is sagði fyrst frá og Fótbolti.net hefur fengið tíðindin staðfest. Nú er undir spænska félaginu og leikmannsins að ná samkomulagi sín á milli.

Sigurður Bjartur skoraði sextán mörk í Bestu deildinni í fyrra og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. FH samþykkti tilboð í hann frá Englandi fyrr í vetur en ekkert varð úr þeim félagaskiptum þar sem Sigurður fékk ekki atvinnuleyfi.

Merida situr í 11. sæti í riðli 1 í spænsku C-deildinni, Primera RFEF deildinni, þremur stigum frá umspilssæti þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað.

Best Intentions Analytics (BIA), sem á enska úrvalsdeildarfélagið Brentford, keypti AD Merida fyrir tæpu ári síðan.

Merida er í vesturhluta Spánar, ekki svo langt frá landamærunum við Portúgal.
Athugasemdir