FH samþykkti samkvæmt heimildum Fótbolta.net tilboð frá Englandi í framherjann Sigurð Bjart Hallsson en hann fær ekki atvinnuleyfi hjá því félagi og er því ekki á leið þangað. Tvö tilboð bárust frá Englandi í Sigurð Bjart, eitt frá félagi úr League One (C-deildinni) og eitt frá félagi úr League Two (D-deildinni).
Reglurnar um atvinnuleyfi á Englandi eru mjög strangar eftir Brexit. Leikir í hátt skrifuðum deildum, Evrópuleikir og landsleikir vega þungt og uppfyllir Sigurður Bjartur ekki skilyrðin sem eru sett til að fá atvinnuleyfi.
Reglurnar um atvinnuleyfi á Englandi eru mjög strangar eftir Brexit. Leikir í hátt skrifuðum deildum, Evrópuleikir og landsleikir vega þungt og uppfyllir Sigurður Bjartur ekki skilyrðin sem eru sett til að fá atvinnuleyfi.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er þó áfram mikill möguleiki á því að Sigurður fari erlendis. Áhugi er á honum í Skotlandi sem og frá Norðurlöndunum.
Sigurður Bjartur er 26 ára og skoraði sextán mörk í Bestu deildinni í sumar, einungis Patrick Pedersen skoraði fleiri. Hann er samningsbundinn FH út komandi tímabil.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Brexit setur strik í reikninginn fyrir íslenska fótboltamenn. Sem dæmi komst Logi Tómasson ekki til Englands frá Strömsgodset fyrir um ári síðan og Tómas Bent Magnússon var með tilboð fyrir rúmu ári síðan frá Englandi sem fór ekki í gegn.
Athugasemdir


