Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 15:56
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Valur meistari eftir frábæra endurkomu
Sigurður Egill kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið
Sigurður Egill kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus gerði annað mark Fylkis
Benedikt Daríus gerði annað mark Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen skoraði níu mörk í Lengjubikarnum
Patrick Pedersen skoraði níu mörk í Lengjubikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 3 Valur
1-0 Guðmundur Tyrfingsson ('12 )
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('20 )
2-1 Orri Hrafn Kjartansson ('23 )
2-2 Patrick Pedersen ('82 )
2-3 Sigurður Egill Lárusson ('83 )
Lestu um leikinn

Valur varð í dag Lengjubikarsmeistari í fimmta sinn eftir að liðið vann dramatískan endurkomusigur á Fylki, 3-2, á Würth-vellinum í Árbæ.

Fylkismenn hótuðu marki Vals snemma leiks og fengu nokkur góð færi til að skora.

Það var aðeins tímaspursmál hvenær boltinn færi í netið en það kom á 12. mínútu. Theodór Ingi Óskarsson kom með laglega sendingu frá hægri og inn á teiginn á Guðmund Tyrfingsson sem skaut boltanum í þverslá og inn.

Benedikt Daríus Garðarsson tvöfaldaði forystuna eftir rúmar tuttugu mínútur. Emil Ásmundsson þræddi boltann inn á Benedikt sem lagði boltann framhjá Stefáni Þór Ágústssyni í markinu.

Fyrrum Fylkismaðurinn Orri Hrafn Kjartansson minnkaði muninn fyrir Val nokkrum mínútum síðar. Hann fékk boltann í teignum, tók stórskemmtilega gabbhreyfingu og lék þar á nokkra Fylkismenn áður en hann náði að pota boltanum í hægra hornið.

Tómas Bent Magnússon fékk þá fínasta skallafæri eftir hornspyrnu en boltinn flaug rétt framhjá markinu.

Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Fylki og voru heimamenn nálægt því að ná tveggja marka forystu á nýjan leik er Theodór Ingi keyrði með boltann í átt að teignum og skaut, en boltinn í þverslá og aftur fyrir endamörk.

Mínútu síðar voru það Valsmenn sem komust í færi. Tómas Bent fékk boltann fyrir utan teiginn en Ólafur Kristófer Helgason varði skot hans í hornspyrnu. Tómas fékk síðan færi eftir hornið en skaut boltanum hátt yfir markið.

Eftir klukkutímaleik komst Patrick Pedersen í ágætis fær en Ólafur Kristófer náði að loka markinu vel og varði skotið.

Albin Skoglund komst nálægt því að jafna metin á 80. mínútu en skot hans í stöng en Fylkismenn hlustuðu ekki á þá viðvörun. Boltinn datt fyrir Pedersen í teignum stutt síðar sem skaut föstu skoti niðri og staðan jöfn.

Skömmu síðar skoraði varamaðurinn Sigurður Egill Lárusson sigurmark Vals. Jónatan Ingi Jónsson slapp inn fyrir hægra megin, lagði boltann til hliðar á Sigurð sem náði einhvern veginn að þrýsta boltanum í netið. Tveir varnarmenn Fylkis voru í boltanum en náðu ekki að bægja hættunni frá.

Fylkir var hársbreidd frá því að jafna metin þegar lítið var eftir af leiknum er Ásgeir Eyþórsson átti skalla yfir Stefán Þór sem kom út úr markinu. Hólmar Örn Eyjólfsson var hins vegar réttur maður á réttum stað og tókst að bjarga með fimlegum tilburðum á marklínu.

Valur hélt út og er Lengjubikarsmeistari árið 2025.

Fylkir Ólafur Kristófer Helgason (m), Ragnar Bragi Sveinsson, Ásgeir Eyþórsson, Orri Sveinn Segatta, Eyþór Aron Wöhler, Benedikt Daríus Garðarsson, Bjarki Steinsen Arnarsson, Theodór Ingi Óskarsson, Emil Ásmundsson, Arnar Númi Gíslason, Guðmundur Tyrfingsson
Varamenn Daði Ólafsson, Pablo Aguilera Simon, Eyjólfur Andri Sverrisson, Stefán Logi Sigurjónsson, Þórður Ingi Ingimundarson, Þorkell Víkingsson, Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)

Valur Stefán Þór Ágústsson (m), Markus Lund Nakkim, Jónatan Ingi Jónsson, Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Albin Skoglund, Hólmar Örn Eyjólfsson, Orri Hrafn Kjartansson, Orri Sigurður Ómarsson, Tómas Bent Magnússon, Birkir Heimisson
Varamenn Hörður Ingi Gunnarsson, Marius Lundemo, Sigurður Egill Lárusson, Gísli Laxdal Unnarsson, Lúkas Logi Heimisson, Andi Hoti, Tómas Blöndal-Petersson (m)

Fimmti Lengjubikarstitill Vals síðan Lengjubikarinn var settur á laggirnar árið 2007 og annað sinn sem liðið vinnur Fylki í úrslitum keppninnar.

Næst á dagskrá hjá Fylki er æfingaferð ytra áður en það spilar við Ægi eða KV í 2. umferð Mjólkurbikarsins þann 5. apríl. Þetta var síðasti keppnisleikur Vals á undirbúningstímabilinu. Liðið spilar við Vestra í 1. umferð Bestu deildarinnar sunnudaginn 6. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner