Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 12:14
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að losa sig við Chiesa
Mynd: EPA
Liverpool hefur tekið ákvörðun um að selja ítalska vængmanninn Federico Chiesa í sumar.

Chiesa, sem er 27 ára gamall, kom til Liverpool á tombóluverði frá Juventus síðasta sumar.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína á leiktíðinni og aðeins spilað 25 mínútur í ensku úrvalsdeildinni og aðeins rúmar 300 mínútur í heildina í öllum keppnum.

Calciomercato fullyrðir að hann fari í sumar og er Ítalía lang líklegasti áfangastaður kappans.

Napoli ætlar að bæta við sig vængmanni í sumar eftir að hafa misst Khvicha Kvaratskhelia til Paris Saint-Germain í janúar og er Chiesa sagður efstur á blaði ásamt Alejandro Garnacho, leikmanni Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner