Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 17:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Man United í Evrópudeildina - Burnley kveður úrvalsdeildina
Mynd: EPA

Alveg hreint sturlaðri lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni er lokið!


Arsenal þurfti að treysta á að Norwich næði sigur gegn erkifjendum sínum í Tottenham en skemst frá því að segja tókst það ekki.

Tottenham vann öruggan 5-0 sigur. Staðan var 2-0 í hálfleik þar sem Dejan Kulusevski og Harry Kane skoruðu sitt markið hvor. Kulusevski bætti öðru marki sínu við í síðari hálfleik.

Þá skoraði Heung-min Son tvö mörk.

Arsenal valtaði yfir Everton á sama tíma. Eftir tæplega hálftíma leik fékk Arsenal vítaspyrnu og Gabriel Martinelli skoraði úr henni. Eddie Nketiah skoraði annað markið. Donny van de Beek skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í uppbótartíma í fyrri hálfleik og minnkaði muninn.

Cedric Soares, Gabriel og Martin Ödegaard skoruðu sitt markið hvor í síðari hálfleik, 5-1 sigur lokatölur. Arsenal endar í 5. sæti og fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Staðan var slæm fyrir Manchester United í hálfleik. Liðið var undir gegn Crystal Palace þar sem Wilfried Zaha fyrrum leikmaður liðsins skoraði markið.

Á sama tíma var West Ham yfir gegn Brighton sem þýddi að United væri á leið í Sambandsdeildina og West Ham í Evrópudeildina. Joel Veltman jafnaði metin fyrri Brighton strax í upphafi síðari hálfleik og Gross og Danny Welbeck skoruðu sitt markið hvor undir lok leiksins.

Staðan því óbreytt og United fer í Evrópudeildina en West Ham í Sambandsdeildina.

Norwich 0 - 5 Tottenham

0-1 Dejan Kulusevski ('16 )

0-2 Harry Kane ('32 )

0-3 Dejan Kulusevski ('64 )

0-4 Son Heung-Min ('70 )

0-5 Son Heung-Min ('75 )

Crystal Palace 1 - 0 Manchester Utd

1-0 Wilfred Zaha ('37 )

Brighton 3 - 1 West Ham

0-1 Michail Antonio ('40 )

1-1 Joel Veltman ('50 )

2-1 Pascal Gross ('80 )

3-1 Danny Welbeck ('90 )

Arsenal 5 - 1 Everton

1-0 Gabriel Martinelli ('27 , víti)

2-0 Edward Nketiah ('31 )

2-1 Donny van de Beek ('45 )

3-1 Cedric ('56 )

4-1 Gabriel Magalhaes ('59 )

5-1 Martin Odegaard ('82 )

Burnley kveður úrvalsdeildina

Callum Wilson skoraði bæði mörk Newcastle sem sigraði Burnley með tveimur mörkum gegn einu. Maxwell Cornet skoraði mark Burnley.

Leeds vann Brentford á dramatískan hátt þar sem Jack Harrisson skoraði í uppbótartíma og gulltryggði liðinu sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Brentford 1 - 2 Leeds

0-1 Raphinha ('56 , víti)

1-1 Sergi Canos ('78 )

1-2 Jack Harrison ('90 )

Rautt spjald: Sergi Canos, Brentford ('80)

Burnley 1 - 2 Newcastle

0-1 Callum Wilson ('20 , víti)

0-2 Callum Wilson ('60 )

1-2 Maxwel Cornet ('69 )


Athugasemdir
banner
banner