Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 22. júní 2024 21:21
Sölvi Haraldsson
Besta deildin: KR sótti stig í Víkina í fyrsta leik Pálma Rafns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR fór í heimsókn í Víkina í kvöld og náðu í gott stig gegn Víkingum. Um er að ræða fyrsta leik KR eftir þeir létu Gregg Ryder taka pokann sinn en Pálmi Rafn stýrði skútunni í kvöld.

Víkingur R. 1 - 1 KR

1-0 Matthías Vilhjálmsson ('7 )

1-1 Theodór Elmar Bjarnason ('39 )

Lestu um leikinn


Víkingar tóku strax forystuna á 7. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Pablo Punyed. Frábær byrjun Víkinga.

Víkingar voru ekki langt frá því að tvöfalda forystuna aðeins 10 mínútum síðar þegar Erlingur fékk afbragðsfæri til þess en skotið beint á Guy Smit í markinu. Erlingur hefði hæglega getað gert betur í þessu færi.

Skömmu fyrir hálfleik hins vegar jöfnuðu KR-ingar. Benoný Breki keyrir í átt að teig Víkinga og kemur honum svo til hliðar á Theodór Elmar. Theodór gerir glæsilega og skorar með skoti í fjærhornið.

„Ef einhvern KR-ingur átti skilið mark þá var það hann.“ skrifaði Haraldur Örn í textalýsinguna.

Þrátt fyrir örlitla ógn KR-inga náðu þeir ekki að pota inn öðru marki og hálfleikstölur 1-1.

Seinni hálfleikurinn var afar rólegur þar sem Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn og meira með boltann. KR-ingar settu Eyþór Aron inn á undir lok leiks sem fékk afbragðsfæri undir lok leiks sem Ingvar varði stórglæsilega í horn. Hættulegasta færi leiksins.

Víkingar reyndu og reyndu að skora í uppbótartímanum en uppskáru ekki og annað jafntefli Víkinga í röð staðreynd. Mjög fínt stig hins vegar fyrir KR-inga sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner