Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 16:14
Elvar Geir Magnússon
Ísland mætir Bandaríkjunum tvívegis í október
Icelandair
Á leið til Bandaríkjanna.
Á leið til Bandaríkjanna.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tilkynnt hefur verið að íslenska kvennalandsliðið muni mæta liði Bandaríkjanna í tveimur vináttuleikjum ytra í október.

Fyrri leikurinn verður fimmtudaginn 24. október í Austin, Texas og seinni leikurinn sunnudaginn 27. október í Nashville, Tennessee.

Bandaríkin eru í fimmta sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í því fjórtánda.

Ísland og Bandaríkin hafa mæst fimmtán sinnum í A landsliðum kvenna, síðast árið 2022 á SheBelieves Cup mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa unnið þrettán viðureignir og tvisvar hafa liðin skilið jöfn.

Íslenska landsliðið er fullt sjálfstrausts eftir nýliðinn landsliðsglugga þar sem stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Sviss á næsta ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner