banner
   fim 22. ágúst 2019 16:11
Elvar Geir Magnússon
Sarri ekki á hliðarlínunni í fyrstu leikjunum
Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur tilkynnt að Maurizio Sarri muni ekki verða á hliðarlínunni í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ítölsku A-deildinni.

Um er að ræða leiki gegn Parma og Napoli en ítalska deildin fer af stað um helgina og á Juventus opnunarleikinn á laugardag.

Sarri, sem tók við Juventus í sumar, hefur verið í meðhöndlun vegna lungnabólgu. Í yfirlýsingu frá Juventus segir að hann sé á góðum batavegi en verði leyft að einbeita sér að heilsunni.

Sarri er fyrrum stjóri Napoli og leiðinlegt að hann geti ekki mætt sínu gamla félagi í leik sem verður þann 31. ágúst.

Sarri fylgist með gangi mála á æfingum Juventus í gegnum myndbandstækni meðan hann er að ná sér.



Athugasemdir
banner
banner