Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
banner
   mán 22. ágúst 2022 22:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Þurfum að hvílast, sofa og borða
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við vera með stjórn á leiknum lengst af. Það vantaði aðeins upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik  en heilt yfir er ég mjög sáttur. Eins og sagan sýnir okkur er ekki auðvelt verkefni að koma hingað og vinna," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  2 Breiðablik

Fjórir leikmenn Blika voru fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Óskar segist ánægður með þá sem komu inn í staðinn. "Ég er mjög sáttur við þá sem komu inn. Þetta er langt mót og menn meiðast og fara í leikbönn. Þá þurfa aðrir að taka við keflinu og í kvöld var það raunin. Lið sem ætlar að spila marga leiki og vera í öllum keppnum þurfa að vera með leikmenn sem geta tekið við hver af öðrum."

Eftir mikið álag í sumar, þar sem liðið hefur spilað mikið af leikjum, eru núna sex dagar í næsta leik. Óskar segir mikilvægt að fá loksins smá frí á milli leikja."Það verður gott. Við byrjum á því að gefa frí í tvo daga. Akkúrat núna er mikilvægt að þeir komist aðeins í burtu frá Kópavogsvelli. Það verður ágætt að fá sex daga frí en enn verða að passa að missa ekki fókus. Þeir þurfa að hvílast, borða og sofa og ná þreytunni úr sér. Þetta er kærkomið bil á milli leikja end við þurfum að vera klárir gegn Leikni."


Athugasemdir
banner
banner