Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 22. ágúst 2022 22:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Þurfum að hvílast, sofa og borða
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við vera með stjórn á leiknum lengst af. Það vantaði aðeins upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik  en heilt yfir er ég mjög sáttur. Eins og sagan sýnir okkur er ekki auðvelt verkefni að koma hingað og vinna," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  2 Breiðablik

Fjórir leikmenn Blika voru fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Óskar segist ánægður með þá sem komu inn í staðinn. "Ég er mjög sáttur við þá sem komu inn. Þetta er langt mót og menn meiðast og fara í leikbönn. Þá þurfa aðrir að taka við keflinu og í kvöld var það raunin. Lið sem ætlar að spila marga leiki og vera í öllum keppnum þurfa að vera með leikmenn sem geta tekið við hver af öðrum."

Eftir mikið álag í sumar, þar sem liðið hefur spilað mikið af leikjum, eru núna sex dagar í næsta leik. Óskar segir mikilvægt að fá loksins smá frí á milli leikja."Það verður gott. Við byrjum á því að gefa frí í tvo daga. Akkúrat núna er mikilvægt að þeir komist aðeins í burtu frá Kópavogsvelli. Það verður ágætt að fá sex daga frí en enn verða að passa að missa ekki fókus. Þeir þurfa að hvílast, borða og sofa og ná þreytunni úr sér. Þetta er kærkomið bil á milli leikja end við þurfum að vera klárir gegn Leikni."


Athugasemdir