Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mán 22. ágúst 2022 22:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Óskar Hrafn: Þurfum að hvílast, sofa og borða
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við vera með stjórn á leiknum lengst af. Það vantaði aðeins upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik  en heilt yfir er ég mjög sáttur. Eins og sagan sýnir okkur er ekki auðvelt verkefni að koma hingað og vinna," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  2 Breiðablik

Fjórir leikmenn Blika voru fjarverandi vegna leikbanna og meiðsla. Óskar segist ánægður með þá sem komu inn í staðinn. "Ég er mjög sáttur við þá sem komu inn. Þetta er langt mót og menn meiðast og fara í leikbönn. Þá þurfa aðrir að taka við keflinu og í kvöld var það raunin. Lið sem ætlar að spila marga leiki og vera í öllum keppnum þurfa að vera með leikmenn sem geta tekið við hver af öðrum."

Eftir mikið álag í sumar, þar sem liðið hefur spilað mikið af leikjum, eru núna sex dagar í næsta leik. Óskar segir mikilvægt að fá loksins smá frí á milli leikja."Það verður gott. Við byrjum á því að gefa frí í tvo daga. Akkúrat núna er mikilvægt að þeir komist aðeins í burtu frá Kópavogsvelli. Það verður ágætt að fá sex daga frí en enn verða að passa að missa ekki fókus. Þeir þurfa að hvílast, borða og sofa og ná þreytunni úr sér. Þetta er kærkomið bil á milli leikja end við þurfum að vera klárir gegn Leikni."


Athugasemdir
banner