Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álitsgjafar spá í bikarúrslitin
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, og Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, og Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: KSÍ
Aron Guðmundsson spáir því að Vestri taki bikarinn í kvöld.
Aron Guðmundsson spáir því að Vestri taki bikarinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Skúli hér til hægri, með einum af sínum bestu vinum.
Jóhann Skúli hér til hægri, með einum af sínum bestu vinum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Sammi fagna í kvöld?
Mun Sammi fagna í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen er líklegur til að skora.
Patrick Pedersen er líklegur til að skora.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er eitthvað í loftinu, framundan er svakalegur bikarúrslitaleikur á milli Vals og Vestra á Laugardalsvelli í kvöld.

Við á Fótbolta.net fengum nokkra álitsgjafa til að spá í spilin fyrir bikarúrslitin en hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafarnir hafa að segja.

Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingurinn
Valur 0-1 Vestri
Það er einhver lykt í loftinu af ótrúlegu bikarævintýri.

Valsmenn hafa einungis unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum og Tufa virðist vera fara á taugum með allt Valssamfélagið og meira til á bakinu.

Þetta er under leikur þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson verður úrslita faktor.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á SÝN
Valur 0 - 1 Vestri
Sé ekkert annað en solid 1-0 sigur Vestra í kortunum. Markið kemur snemma leiks og svo verður múrað fyrir. Vestramenn elska Laugardalsvöll, 100% sigurhlutfall þar og það er ekki að fara breytast.

Gunnar Hilmar Kristinsson, Bomban
Valur 3 - 1 Vestri
Þetta verður því miður ekki spennandi leikur. Þrátt fyrir að Vestramenn séu góðir varnarlega þá hafa þeir fengið á sig svolítið af mörkum undanfarið. Valur er með mann sem heitir Patrick Pedersen sem mun klára þennan leik á einhverjum tímapunkti. Minn maður og vinur Eiður Aron er þarna í vörninni og er búinn að lofa að gefa á shoutout á Bombuna í viðtali eftir leikinn ef þeir vinna en reikna ekki með að það gerist því ég spái Val sigri 3-1 og Jóhann Skúli fer úr að ofan í stúkunni og allt tryllist.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Valur 1 - 1 Vestri (Vestri vinnur í framlengingu)
Betri Pedersen bróðirinn hefur betur í þetta sinn. Vestri byggir á Laugardalsvallar reynslunni þegar þeir fóru upp úr umspilinu

1-1 eftir venjulegan. Eiður Aron skorar fyrir Vestra gegn sínum gömlu eftir mjög, mjög fast leikatriði. Jónatan Ingi setur mark Valsmanna með snyrtilegu dúllufinishi sem klobbar tvo

Águst Hlyns verður með 7300 sprettmetra

Vestramenn taka þetta svo í framlengingu.

Lamude fellur til jarðar á blendigrasið. Sammi tekur Mourinho sprettinn með puttann á lofti meðfram allri stúkunni

Fyrst og fremst vil ég svo sjá gott eftir eftir eftirpartí í Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík. Aldrei gleyma þætti Bolungarvíkur í þessu Vestraævintýri

Jóhann Skúli Jónsson, Draumaliðið
Valur 3 - 1 Vestri
Tengdafjölskylda mín mun því miður vakna mölbrotin á laugardagsmorgun. Valur vinnur 3-1. Vestri kemst yfir í fyrri hálfleik en Patrick Pedersen setur tvö mörk sitthvorum megin við mark frá Hólmari Erni.

Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi og fyrrum fótboltamaður
Valur 3 - 0 Vestri
Hörkuleikur en margir sem halda að hann verði ekki mikið fyrir augað, raunin verður önnur. Minn gamli þjálfari Davíð Smári tapar baráttunni við Túfa, því miður (samt ekki því ég vil að sjálfsögðu að fjórða sætið gefi Evrópusæti a næsta ári). Hólmar Örn límir vörnina saman og stýrir gömlu hundunum á miðjunni Kidda Freyr og Aroni Jó eins og herforingi en Aron mun vera hljóðlátur í orði og fasi í dag en verkin munu tala á vellinum. Loksins segja einhverjir Hlíðarendabrósar. Fatai er ennþá lengst þarna uppi eftir nýja ráðherrasamninginn við Vestra og verður kominn með tvö gul spjöld eftir 60 mínútna leik. Jónatan Ingi vaknar undan værum blundi og verður stórkostlegur í þessum leik en hann hefur ekki skorað síðan 17. júlí á móti Flora Tallinn og verður með sýningu í öruggum 3-0 sigri. Jónatan Ingi með tvö mörk og Patrick Pedersen setur eitt úr vítaspyrnu.

Sævar Atli Magnússon, leikmaður Brann
Valur 1 - 1 Vestri (Vestri vinnur eftir vítaspyrnukeppni)
Alvöru passion með 2 þjálfara sem klukka sennilega 5 km í boðvangnum. Verður nóg af tæklingum og gulu spjöldum. Ágúst Hlyns skorar alltaf enda góð manneskja

Valur Gunnarsson, Innkastið
Valur 1 - 1 Vestri (Vestri vinnur í framlengingu)
Þetta verður "óvæntur" sigur Vestramanna í lokuðum en spennandi leik.

Leikar enda 1-1 en Vestramenn skora 2-1 í framlengingu og taka bikar og Evrópusæti með sér heim.

Sigurður Hjörtur nær ekki að klára lokaflaut leiksins áður en Sammi byrjar að gráta. Falleg stund.
Athugasemdir
banner
banner